Hítará óveiðandi dögum saman; 400 laxar á þurru 17. ágúst 2012 18:53 Fallegum smálaxi landað í Hítará í sumar. Þegar Veiðivísir leit við á bakkanum sauð Breiðan af laxi, svo alltaf virtist lax á lofti. Mynd/Svavar Hávarðsson Veiði hefur verið með ágætum í sumar í Hítará á Mýrum. Þó hefur síðasta vika verið með öllu óveiðandi vegna flóða, en áin hefur bæði verið lituð og vatnsmikil. Á vef SVFR er haft eftir kunnugum við Hítará að áin hafi vaxið gríðarlega mikið í vatnsviðrinu síðastliðna helgi, en ólíkt öðrum ám á Mýrum er Hítará mjög lengi að sjatna og því hefur síðastliðin vika verið nánast óveiðandi. Það var fyrst í morgun sem að grjót á Breiðunni og í Kverk fóru að verða sjáanleg, en veiðimenn hafa nánast eingöngu getað horft á ána böðlast án þess að möguleiki væri til að bleyta í færi. Hollið sem fékk byrjunina á rigningunni, dagana 7-10. ágúst, gerði hins vegar ágætis veiði og landaði 27 löxum. En síðan þá hefur áin verið óveiðandi. Til bókar hafa verið færðir um 340 laxar á aðalsvæðinu, og því ætti Hítará ásamt Grjótá og Tálma að vera í um 400 laxa veiði ef allt er talið. Verður það að teljast með ágætum því enn lifir góður mánuður af veiðitímanum og útlit fyrir ágætis útkomu í sumar. Næstu holl gætu fengið kjöraðstæður því líkt og áður segir er áin fyrst að byrja að sjatna núna eftir flóðin. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Mikið líf í Varmá Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Austurbakki Hólsár búinn að gefa sína fyrstu laxa Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Veiðisaga úr Blöndu Veiði Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Stöngum fækkað á svæði II í Blöndu Veiði Breyting á veiðisvæði Sandár Veiði Lítið eftir af tímabilinu í Tungufljóti Veiði Rólegur júní í laxveiðinni með einni undantekningu Veiði
Veiði hefur verið með ágætum í sumar í Hítará á Mýrum. Þó hefur síðasta vika verið með öllu óveiðandi vegna flóða, en áin hefur bæði verið lituð og vatnsmikil. Á vef SVFR er haft eftir kunnugum við Hítará að áin hafi vaxið gríðarlega mikið í vatnsviðrinu síðastliðna helgi, en ólíkt öðrum ám á Mýrum er Hítará mjög lengi að sjatna og því hefur síðastliðin vika verið nánast óveiðandi. Það var fyrst í morgun sem að grjót á Breiðunni og í Kverk fóru að verða sjáanleg, en veiðimenn hafa nánast eingöngu getað horft á ána böðlast án þess að möguleiki væri til að bleyta í færi. Hollið sem fékk byrjunina á rigningunni, dagana 7-10. ágúst, gerði hins vegar ágætis veiði og landaði 27 löxum. En síðan þá hefur áin verið óveiðandi. Til bókar hafa verið færðir um 340 laxar á aðalsvæðinu, og því ætti Hítará ásamt Grjótá og Tálma að vera í um 400 laxa veiði ef allt er talið. Verður það að teljast með ágætum því enn lifir góður mánuður af veiðitímanum og útlit fyrir ágætis útkomu í sumar. Næstu holl gætu fengið kjöraðstæður því líkt og áður segir er áin fyrst að byrja að sjatna núna eftir flóðin. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Mikið líf í Varmá Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Austurbakki Hólsár búinn að gefa sína fyrstu laxa Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Veiðisaga úr Blöndu Veiði Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Stöngum fækkað á svæði II í Blöndu Veiði Breyting á veiðisvæði Sandár Veiði Lítið eftir af tímabilinu í Tungufljóti Veiði Rólegur júní í laxveiðinni með einni undantekningu Veiði