Ólafía og Ólafur unnu á Kiðjabergsvelli Valur Jónatansson skrifar 19. ágúst 2012 16:29 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum. Mynd/GSÍmyndir.net Ólafur Björn Loftsson úr NK og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR sigruðu í Securitas mótinu, sem er hluti af Eimskipsmótaröðinni, á Kiðjabergsvelli í dag. Keppnin var jöfn og spennandi í báðum flokkum og réðust úrslit ekki fyrr en á lokaholunum. Þetta var næst síðasta mót sumarsins á Eimskipsmótaröðinni. Lokamótið verður í Grafarholti eftir tvær vikur. Ólafur Björn lék hringina þrjá á samtals pari og tryggði sér eins höggs sigur með glæsilegu pútti fyrir fugli á lokaholunni. Einar Haukur Óskarsson úr GK og Sigurþór Jónsson úr GOS voru jafnir í öðru sæti á samtals einu höggi yfir pari. Hlynur Geir Hjartarson úr GOS varð í fjórða sæti á samtals 6 höggum yfir pari. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR lék lokahringinn á 71 höggi, eða pari vallar. Hún var tveimur höggum á undan Signý Arnórsdóttur úr GK sem lék á 73 höggum í dag. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK, sem var með forystu eftir tvo fyrstu hringina, lék illa í dag – kom inn á 79 höggum og deildi þriðja sæti með Ingunni Einarsdóttur úr GKG.Lokastaðan í karlaflokki: 1 Ólafur Björn Loftsson NK 70-72-71=213 2 Sigurþór Jónsson GOS 70-71-73=214 3 Einar Haukur Óskarsson GK 69-73-72=214 4. Hlynur Geir Hjartarson GOS 72-75-72=219 5.-6 Kristján Þór Einarsson GK 74-75-71=220 5.-6 Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR 71-75-74=220 7.-9. Magnús Björn Sigurðsson GL 76-73-72=221 7.-9 Guðjón Henning Hilmarsson GKG 74-71-76=221 7.-9 Andri Þór Björnsson GR 68-75-78=221 10. Rafn Stefán Rafnsson GO 75-77-70=222Lokastaðan í kvennaflokki: 1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR 77-76-71=224 2. Signý Arnórsdóttir GK 80-73-73=226 3.-4. Ingunn Einarsdóttir GKG 76-77-75=228 3.-4. Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK 72-77-79=228 5. Karen Guðnadóttir GS 74-83-73=230 6. Þórdís Geirsdóttir GK 79-79-76=234 7. Heiða Guðnadóttir GKJ 79-79-77=235 8. Ingunn Gunnarsdóttir GKG 75-81-81=237 9.-10. Hansína Þorkelsdóttir GKG 87-86-77=250 9.-10. Hildur Kristín Þorvarðardóttir GR 82-86-82=250 Golf Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Ólafur Björn Loftsson úr NK og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR sigruðu í Securitas mótinu, sem er hluti af Eimskipsmótaröðinni, á Kiðjabergsvelli í dag. Keppnin var jöfn og spennandi í báðum flokkum og réðust úrslit ekki fyrr en á lokaholunum. Þetta var næst síðasta mót sumarsins á Eimskipsmótaröðinni. Lokamótið verður í Grafarholti eftir tvær vikur. Ólafur Björn lék hringina þrjá á samtals pari og tryggði sér eins höggs sigur með glæsilegu pútti fyrir fugli á lokaholunni. Einar Haukur Óskarsson úr GK og Sigurþór Jónsson úr GOS voru jafnir í öðru sæti á samtals einu höggi yfir pari. Hlynur Geir Hjartarson úr GOS varð í fjórða sæti á samtals 6 höggum yfir pari. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR lék lokahringinn á 71 höggi, eða pari vallar. Hún var tveimur höggum á undan Signý Arnórsdóttur úr GK sem lék á 73 höggum í dag. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK, sem var með forystu eftir tvo fyrstu hringina, lék illa í dag – kom inn á 79 höggum og deildi þriðja sæti með Ingunni Einarsdóttur úr GKG.Lokastaðan í karlaflokki: 1 Ólafur Björn Loftsson NK 70-72-71=213 2 Sigurþór Jónsson GOS 70-71-73=214 3 Einar Haukur Óskarsson GK 69-73-72=214 4. Hlynur Geir Hjartarson GOS 72-75-72=219 5.-6 Kristján Þór Einarsson GK 74-75-71=220 5.-6 Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR 71-75-74=220 7.-9. Magnús Björn Sigurðsson GL 76-73-72=221 7.-9 Guðjón Henning Hilmarsson GKG 74-71-76=221 7.-9 Andri Þór Björnsson GR 68-75-78=221 10. Rafn Stefán Rafnsson GO 75-77-70=222Lokastaðan í kvennaflokki: 1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR 77-76-71=224 2. Signý Arnórsdóttir GK 80-73-73=226 3.-4. Ingunn Einarsdóttir GKG 76-77-75=228 3.-4. Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK 72-77-79=228 5. Karen Guðnadóttir GS 74-83-73=230 6. Þórdís Geirsdóttir GK 79-79-76=234 7. Heiða Guðnadóttir GKJ 79-79-77=235 8. Ingunn Gunnarsdóttir GKG 75-81-81=237 9.-10. Hansína Þorkelsdóttir GKG 87-86-77=250 9.-10. Hildur Kristín Þorvarðardóttir GR 82-86-82=250
Golf Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira