Ytri-Rangá: Veiði eykst með lokun laxastiga 1. ágúst 2012 11:19 Mynd/lax-a.is Veiðifélag Ytri-Rangár og Lax-á hafa tekið sameiginlega ákvörðun um að halda laxastiganum við Árbæjarfoss lokuðum fram á haust. Ákveðið var að hafa stigann lokaðan framan af sumri en um hann hafa tvö til fjögur þúsund laxar gengið ár hvert og týnst á efri svæðum Ytri-Rangár, hvorki mönnum né náttúru til teljandi gagns. Hins vegar hefur stiginn skilað 200 til 300 laxa veiði í Gutlfossi. Athygli vekur að eftir að stiganum í Árbæjarfossi var lokað hefur veiðin á svæðum 8 og 9 stóraukist og hefur ekki verið eins góð í mörg ár, og er góður stígandi á þessum svæðum. Frá og með hádegi í dag bætist svæði 10 við í Ytri-Rangá. Nú verður svæði 10 austurbakkinn í Ægissíðufossi ásamt því að menn geta veitt Gutlfossinn, eins og áður var. Þess má geta að þegar litið var eftir laxi við Gutlfoss sást þar lax sem þýðir að eitthvað af laxinum getur gengið fossinn utan stigans. Veiðin er stórgóð þessa dagana í Ytri Rangá og nýjar göngur hellast inn daglega. Er það mat Lax-ármanna að ekki sé langt þangað til að Ytri verður kominn í 2.000 laxa veiði. Má við þetta bæta að fyrir nokkrum dögum náðu veiðimenn 18 löxum á neðsta veiðisvæðinu, Borg, og það á aðeins tveimur þremur klukkutímum. Annar veiðimaður fékk 17 laxa á sína stöng á einum degi, svo veislan er sannarlega byrjuð af krafti í þessu gjöfula veiðivatni. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Frá 25 til 60 prósenta afsláttur á veiðileyfum Veiði Kveðja til veiðikvenna við Langá Veiði Gott skot í Þingvallavatni í gærkvöldi Veiði Líflegur markaður með villibráð Veiði Góð vika í veiðivötnum og veiðin að aukast Veiði Laxar farnir að sjást víða Veiði Tölfræði fyrir ágúst 2020 í Eystri Rangá Veiði Sumarhátíð Veiðihornsins stendur yfir um helgina Veiði Veiðin að glæðast í Soginu Veiði
Veiðifélag Ytri-Rangár og Lax-á hafa tekið sameiginlega ákvörðun um að halda laxastiganum við Árbæjarfoss lokuðum fram á haust. Ákveðið var að hafa stigann lokaðan framan af sumri en um hann hafa tvö til fjögur þúsund laxar gengið ár hvert og týnst á efri svæðum Ytri-Rangár, hvorki mönnum né náttúru til teljandi gagns. Hins vegar hefur stiginn skilað 200 til 300 laxa veiði í Gutlfossi. Athygli vekur að eftir að stiganum í Árbæjarfossi var lokað hefur veiðin á svæðum 8 og 9 stóraukist og hefur ekki verið eins góð í mörg ár, og er góður stígandi á þessum svæðum. Frá og með hádegi í dag bætist svæði 10 við í Ytri-Rangá. Nú verður svæði 10 austurbakkinn í Ægissíðufossi ásamt því að menn geta veitt Gutlfossinn, eins og áður var. Þess má geta að þegar litið var eftir laxi við Gutlfoss sást þar lax sem þýðir að eitthvað af laxinum getur gengið fossinn utan stigans. Veiðin er stórgóð þessa dagana í Ytri Rangá og nýjar göngur hellast inn daglega. Er það mat Lax-ármanna að ekki sé langt þangað til að Ytri verður kominn í 2.000 laxa veiði. Má við þetta bæta að fyrir nokkrum dögum náðu veiðimenn 18 löxum á neðsta veiðisvæðinu, Borg, og það á aðeins tveimur þremur klukkutímum. Annar veiðimaður fékk 17 laxa á sína stöng á einum degi, svo veislan er sannarlega byrjuð af krafti í þessu gjöfula veiðivatni. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Frá 25 til 60 prósenta afsláttur á veiðileyfum Veiði Kveðja til veiðikvenna við Langá Veiði Gott skot í Þingvallavatni í gærkvöldi Veiði Líflegur markaður með villibráð Veiði Góð vika í veiðivötnum og veiðin að aukast Veiði Laxar farnir að sjást víða Veiði Tölfræði fyrir ágúst 2020 í Eystri Rangá Veiði Sumarhátíð Veiðihornsins stendur yfir um helgina Veiði Veiðin að glæðast í Soginu Veiði