Fótbolti

Alfreð skoraði og lagði upp tvö í Meistaradeildinni | Myndband

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Alfreð í leiknum gegn TNS frá Wales í síðustu umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu.
Alfreð í leiknum gegn TNS frá Wales í síðustu umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Nordicphotos/Getty
Alfreð Finnbogason og félagar í Helsingborg unnu 3-0 sigur á pólsku meisturunum Śląsk Wrocław í fyrri viðureign liðanna í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu en leikið var í Póllandi. Alfreð skoraði og lagði upp hin mörk sænska liðsins

Alfreð kom gestunum frá Svíþjóð yfir á 36. mínútu með sínu fyrsta marki í Evrópukeppni. Hann stýrði þá fyrirgjöf snyrtilega í fjærhornið og leiddu sænsku meistararnir í leikhléi.

Í síðari hálfleik skoraði Christoffer Andersson glæsilegt mark með langskoti upp í vinkilinn eftir sendingu Alfreðs. Alfreð lagði svo upp þriðja markið fyrir Daniel Nordmark með fallegri stungusendingu. Staða Helsingborgar er því góð fyrir síðari leikinn að viku liðinni í Svíþjóð.



Helstu atvik úr leiknum má sjá hér.


Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðsson spiluðu allan leikinn í markalausu jafntefli FC Kaupmannahafnar gegn Club Brugge.

Þá töpuðu KR-banarnir í HJK frá Helsinki 2-1 gegn Celtic í fyrri viðureign liðanna í Skotlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×