Grikkir hafa ekki lengur efni á að borga mútur til embættismanna 2. ágúst 2012 06:36 Verulega hefur dregið úr mútugreiðslum til embættismanna í Grikklandi undanfarin ár. Ástæðan er sú að grískur almenningur hefur ekki lengur efni á þessum greiðslum. Fjallað er um málið á Reuters en þar segir að grískur almenningur sé nú orðin svo grátt leikinn af kreppunni að embættismenn fá ekki lengur umslög með reiðufé undir borðið. Þessi umslög sem kölluð hafa verið fakelaki, eru afhent þegar einhver þarf að leita sér aðstoðar hjá hinu opinbera, hvort sem það er læknishjálp eða beiðni um lægri skatta. Grikkir hafa barist árum saman við spillingu og mútugreiðslur í landinu en án mikils árangurs. Spillingin og múturnar hafa hindrað mjög að stjórnvöld geti farið að óskum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins um niðurskurð og sparnað í ríkisrekstrinum. Múturnar eru algengastar í heilbrigðisgeiranum og hjá skattayfirvöldum. Sem dæmi um lítinn árangur í baráttunni gegn þessari skuggahlið grísks þjóðlífs má nefna að af rúmlega 1.400 rannsóknum á mútum og spillingu í fyrra enduðu aðeins tæplega 400 mál fyrir dómstólum. Mest lesið Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Verulega hefur dregið úr mútugreiðslum til embættismanna í Grikklandi undanfarin ár. Ástæðan er sú að grískur almenningur hefur ekki lengur efni á þessum greiðslum. Fjallað er um málið á Reuters en þar segir að grískur almenningur sé nú orðin svo grátt leikinn af kreppunni að embættismenn fá ekki lengur umslög með reiðufé undir borðið. Þessi umslög sem kölluð hafa verið fakelaki, eru afhent þegar einhver þarf að leita sér aðstoðar hjá hinu opinbera, hvort sem það er læknishjálp eða beiðni um lægri skatta. Grikkir hafa barist árum saman við spillingu og mútugreiðslur í landinu en án mikils árangurs. Spillingin og múturnar hafa hindrað mjög að stjórnvöld geti farið að óskum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins um niðurskurð og sparnað í ríkisrekstrinum. Múturnar eru algengastar í heilbrigðisgeiranum og hjá skattayfirvöldum. Sem dæmi um lítinn árangur í baráttunni gegn þessari skuggahlið grísks þjóðlífs má nefna að af rúmlega 1.400 rannsóknum á mútum og spillingu í fyrra enduðu aðeins tæplega 400 mál fyrir dómstólum.
Mest lesið Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira