McLaren vongóðir en Vettel vonsvikinn Birgir Þór Harðarson skrifar 21. júlí 2012 20:45 Jenson Button náði ekki að nýta dekkin nægilega vel í tímatökunum og ræsir því sjötti. nordicphotos/afp Sam Michael, íþróttastjóri McLaren-liðsins í Formúlu 1, segir sigur í þýska kappakstrinum enn vera raunhæfan möguleika þrátt fyrir lélega tímatöku í dag. Jenson Button mun ræsa sjötti og Lewis Hamilton sjöundi. Rigningin gerði McLaren eriftt fyrir og liðið átti í mesta basli með að aðlagast aðstæðum. Spáð er þurru veðri á morgun þegar kappaksturinn fer fram og Michael er sannfærður um að uppfærður McLaren-bíllinn eigi eftir að skila góðum úrslitum. "Við vorum mjög sterkir á æfingum 1 og 3 áður en það fór að rigna. Dekkin og eldsneytiseyðslan líta sérstaklega vel út fyrir okkur," sagði Michael. Spurður hvort McLaren gæti unnið kappaksturinn svaraði hann: "Já og það er markmiðið." Þeir Button og Hamilton voru heilum 3,5 sekúndum á eftir Fernando Alonso í síðustu lotu tímatökunnar í dag. Michael skrifar þann slaka árangur á Pirelli-dekkin og segir liðið ekki hafa náð að nýta þau nógu vel. Sebastian Vettel, heimamaðurinn hjá Red Bull-liðinu, ræsir annar í kappakstrinum á morgun. Hann var ekki ánægður með árangur sinn í tímatökunum. "Ég var ekki sáttur við tímatökuhringinn minn í síðustu lotunni," viðurkenndi Vettel. "Aðferð Fernandos var örlítið fljótlegri. Ég hefði getað farið hraðar en ég veit ekki hvort það hefði dugað." Formúla Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sam Michael, íþróttastjóri McLaren-liðsins í Formúlu 1, segir sigur í þýska kappakstrinum enn vera raunhæfan möguleika þrátt fyrir lélega tímatöku í dag. Jenson Button mun ræsa sjötti og Lewis Hamilton sjöundi. Rigningin gerði McLaren eriftt fyrir og liðið átti í mesta basli með að aðlagast aðstæðum. Spáð er þurru veðri á morgun þegar kappaksturinn fer fram og Michael er sannfærður um að uppfærður McLaren-bíllinn eigi eftir að skila góðum úrslitum. "Við vorum mjög sterkir á æfingum 1 og 3 áður en það fór að rigna. Dekkin og eldsneytiseyðslan líta sérstaklega vel út fyrir okkur," sagði Michael. Spurður hvort McLaren gæti unnið kappaksturinn svaraði hann: "Já og það er markmiðið." Þeir Button og Hamilton voru heilum 3,5 sekúndum á eftir Fernando Alonso í síðustu lotu tímatökunnar í dag. Michael skrifar þann slaka árangur á Pirelli-dekkin og segir liðið ekki hafa náð að nýta þau nógu vel. Sebastian Vettel, heimamaðurinn hjá Red Bull-liðinu, ræsir annar í kappakstrinum á morgun. Hann var ekki ánægður með árangur sinn í tímatökunum. "Ég var ekki sáttur við tímatökuhringinn minn í síðustu lotunni," viðurkenndi Vettel. "Aðferð Fernandos var örlítið fljótlegri. Ég hefði getað farið hraðar en ég veit ekki hvort það hefði dugað."
Formúla Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira