McLaren vongóðir en Vettel vonsvikinn Birgir Þór Harðarson skrifar 21. júlí 2012 20:45 Jenson Button náði ekki að nýta dekkin nægilega vel í tímatökunum og ræsir því sjötti. nordicphotos/afp Sam Michael, íþróttastjóri McLaren-liðsins í Formúlu 1, segir sigur í þýska kappakstrinum enn vera raunhæfan möguleika þrátt fyrir lélega tímatöku í dag. Jenson Button mun ræsa sjötti og Lewis Hamilton sjöundi. Rigningin gerði McLaren eriftt fyrir og liðið átti í mesta basli með að aðlagast aðstæðum. Spáð er þurru veðri á morgun þegar kappaksturinn fer fram og Michael er sannfærður um að uppfærður McLaren-bíllinn eigi eftir að skila góðum úrslitum. "Við vorum mjög sterkir á æfingum 1 og 3 áður en það fór að rigna. Dekkin og eldsneytiseyðslan líta sérstaklega vel út fyrir okkur," sagði Michael. Spurður hvort McLaren gæti unnið kappaksturinn svaraði hann: "Já og það er markmiðið." Þeir Button og Hamilton voru heilum 3,5 sekúndum á eftir Fernando Alonso í síðustu lotu tímatökunnar í dag. Michael skrifar þann slaka árangur á Pirelli-dekkin og segir liðið ekki hafa náð að nýta þau nógu vel. Sebastian Vettel, heimamaðurinn hjá Red Bull-liðinu, ræsir annar í kappakstrinum á morgun. Hann var ekki ánægður með árangur sinn í tímatökunum. "Ég var ekki sáttur við tímatökuhringinn minn í síðustu lotunni," viðurkenndi Vettel. "Aðferð Fernandos var örlítið fljótlegri. Ég hefði getað farið hraðar en ég veit ekki hvort það hefði dugað." Formúla Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Íslenski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Sam Michael, íþróttastjóri McLaren-liðsins í Formúlu 1, segir sigur í þýska kappakstrinum enn vera raunhæfan möguleika þrátt fyrir lélega tímatöku í dag. Jenson Button mun ræsa sjötti og Lewis Hamilton sjöundi. Rigningin gerði McLaren eriftt fyrir og liðið átti í mesta basli með að aðlagast aðstæðum. Spáð er þurru veðri á morgun þegar kappaksturinn fer fram og Michael er sannfærður um að uppfærður McLaren-bíllinn eigi eftir að skila góðum úrslitum. "Við vorum mjög sterkir á æfingum 1 og 3 áður en það fór að rigna. Dekkin og eldsneytiseyðslan líta sérstaklega vel út fyrir okkur," sagði Michael. Spurður hvort McLaren gæti unnið kappaksturinn svaraði hann: "Já og það er markmiðið." Þeir Button og Hamilton voru heilum 3,5 sekúndum á eftir Fernando Alonso í síðustu lotu tímatökunnar í dag. Michael skrifar þann slaka árangur á Pirelli-dekkin og segir liðið ekki hafa náð að nýta þau nógu vel. Sebastian Vettel, heimamaðurinn hjá Red Bull-liðinu, ræsir annar í kappakstrinum á morgun. Hann var ekki ánægður með árangur sinn í tímatökunum. "Ég var ekki sáttur við tímatökuhringinn minn í síðustu lotunni," viðurkenndi Vettel. "Aðferð Fernandos var örlítið fljótlegri. Ég hefði getað farið hraðar en ég veit ekki hvort það hefði dugað."
Formúla Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Íslenski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira