Bradley Wiggins varð í dag fyrsti breski hjólreiðamaðurinn til þess að vinna Tour de France keppnina en hann hjólaði einstaklega vel allt mótið.
Wiggins á að baki magnaðan feril sem hjólreiðamaður en aldrei hafði honum tekist að vinna þessa stærstu hjólreiðakeppni heims. Það hefur því verið takmark hans allan ferilinn og loksins hafðist það.
„Ég veit ekki hvað ég á að segja, ég er enn í sjokki," sagði Wiggins stuttu eftir að hann hafði tryggt sér sigurinn.
„Mig hefur dreymt um þetta í mörg ár og loksins tókst þetta hjá mér."
„Núna verð ég að venjast sviðsljósinu en ég hef aldrei verið mikið fyrir slíkt. Ég er enn að reyna átta mig á þessu, þetta er með ólíkindum. Ég get með sanni sagt að þetta sé stærsta stundin á mínum ferli."
Bradley Wiggins: Stærsta stundin á mínum ferli
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið

Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt
Enski boltinn




„Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta”
Íslenski boltinn

Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum
Enski boltinn

Fram einum sigri frá úrslitum
Handbolti


