Gísli og Henning tryggðu sér sigur í rigningunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. júlí 2012 22:30 Frá vinstri: Helgi Snær, Henning og Fannar. Mynd/GSIMYNDIR.NET Gísli Sveinbergsson og Henning Darri Þórðarson, báðir úr GK, fögnuðu sigri í unglingaflokkum drengja á Íslandsmótinu í höggleik sem lauk á Kiðjabergsvelli í kvöld. Gísli sigraði í flokki drengja 15-16 ára en Henning í flokki 14 ára og yngri. Fyrr í dag voru Íslandsmeistarar krýndir í örðum flokkum og var það Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK sem sigraði í 17-18 stúlknaflokki, Ragnar Már Garðarsson GKG sigraði í flokki 17-18 ára pilta. Í flokki stelpna 14 ára og yngri sigraði Saga Traustadóttir GR og í flokki 15-16 ára telpna sigraði Ragnhildur Kristinsdóttir GR. Henning Darri spilaði á 224 höggum eða á 11 höggum yfir pari. Í öðru sæti varð Fannar Ingi Steingrímsson GHG sem spilaði hringina þrjá á 229 höggum eða 16 höggum yfir pari. Í þriðja sæti hafnaði Helgi Snær Björgvinsson GK sem spilaði á 234 höggum eða 21 yfir pari. Gísli Sveinbergsson lék hringina þrjá á 220 höggum eða 7 yfir pari. Í öðru sæti varð Birgir Björn Magnússon GK á 222 höggum eða 9 höggum yfir pari. Bráðabana þurfti til að fá úr því skorið hver myndi hreppa þriðja sætið en þrír kylfingar, Ernir Sigmundsson GR, Egill Ragnar Gunnarsson GKG og Aron Snær Júlíusson GKG, urðu jafnir á 228 höggum. Á fyrstu holu bráðabanans fékk Egill Ragnar skolla en hinir par og féll hann því úr bráðabananum. Það var svo á fimmtu holu bráðabana sem Ernir náði að landa þriðja sætinu.Strákar 14 ára og yngri 1 Henning Darri Þórðarson GK, 70/ 78 / 76 = 224 +11 2 Fannar Ingi Steingrímsson GHG, 75/ 76/ 78 =229 +16 3 Helgi Snær Björgvinsson GK, 79/ 75 / 80 = 234 21 +Drengir 15-16 ára 1 Gísli Sveinbergsson GK, 73/ 71/ 76 = 220 +7 2 Birgir Björn Magnússon GK, 73/ 70/ 79 =222 +9 3 Ernir Sigmundsson GR, 78/ 76/ 74 = 228 +15 Fyrr í dag var fjallað um úrslit í kvennaflokki og flokki drengja 18 ára og yngri. Sjá hér fyrir neðan.Mynd/GSÍmyndir.net Golf Tengdar fréttir Guðrún Brá og Ragnar Már Íslandsmeistarar unglinga í höggleik Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK, Ragnhildur Kristinsdóttir GR, Saga Traustadóttir GR og Ragnar Már Garðarsson GKG urðu í dag Íslandsmeistarar í flokkum sínum á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fór á Kiðjabergsvelli um helgina. 22. júlí 2012 17:26 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Gísli Sveinbergsson og Henning Darri Þórðarson, báðir úr GK, fögnuðu sigri í unglingaflokkum drengja á Íslandsmótinu í höggleik sem lauk á Kiðjabergsvelli í kvöld. Gísli sigraði í flokki drengja 15-16 ára en Henning í flokki 14 ára og yngri. Fyrr í dag voru Íslandsmeistarar krýndir í örðum flokkum og var það Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK sem sigraði í 17-18 stúlknaflokki, Ragnar Már Garðarsson GKG sigraði í flokki 17-18 ára pilta. Í flokki stelpna 14 ára og yngri sigraði Saga Traustadóttir GR og í flokki 15-16 ára telpna sigraði Ragnhildur Kristinsdóttir GR. Henning Darri spilaði á 224 höggum eða á 11 höggum yfir pari. Í öðru sæti varð Fannar Ingi Steingrímsson GHG sem spilaði hringina þrjá á 229 höggum eða 16 höggum yfir pari. Í þriðja sæti hafnaði Helgi Snær Björgvinsson GK sem spilaði á 234 höggum eða 21 yfir pari. Gísli Sveinbergsson lék hringina þrjá á 220 höggum eða 7 yfir pari. Í öðru sæti varð Birgir Björn Magnússon GK á 222 höggum eða 9 höggum yfir pari. Bráðabana þurfti til að fá úr því skorið hver myndi hreppa þriðja sætið en þrír kylfingar, Ernir Sigmundsson GR, Egill Ragnar Gunnarsson GKG og Aron Snær Júlíusson GKG, urðu jafnir á 228 höggum. Á fyrstu holu bráðabanans fékk Egill Ragnar skolla en hinir par og féll hann því úr bráðabananum. Það var svo á fimmtu holu bráðabana sem Ernir náði að landa þriðja sætinu.Strákar 14 ára og yngri 1 Henning Darri Þórðarson GK, 70/ 78 / 76 = 224 +11 2 Fannar Ingi Steingrímsson GHG, 75/ 76/ 78 =229 +16 3 Helgi Snær Björgvinsson GK, 79/ 75 / 80 = 234 21 +Drengir 15-16 ára 1 Gísli Sveinbergsson GK, 73/ 71/ 76 = 220 +7 2 Birgir Björn Magnússon GK, 73/ 70/ 79 =222 +9 3 Ernir Sigmundsson GR, 78/ 76/ 74 = 228 +15 Fyrr í dag var fjallað um úrslit í kvennaflokki og flokki drengja 18 ára og yngri. Sjá hér fyrir neðan.Mynd/GSÍmyndir.net
Golf Tengdar fréttir Guðrún Brá og Ragnar Már Íslandsmeistarar unglinga í höggleik Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK, Ragnhildur Kristinsdóttir GR, Saga Traustadóttir GR og Ragnar Már Garðarsson GKG urðu í dag Íslandsmeistarar í flokkum sínum á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fór á Kiðjabergsvelli um helgina. 22. júlí 2012 17:26 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Guðrún Brá og Ragnar Már Íslandsmeistarar unglinga í höggleik Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK, Ragnhildur Kristinsdóttir GR, Saga Traustadóttir GR og Ragnar Már Garðarsson GKG urðu í dag Íslandsmeistarar í flokkum sínum á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fór á Kiðjabergsvelli um helgina. 22. júlí 2012 17:26