Askar fyrir alla 24. júlí 2012 13:35 Borghildur Sverrisdóttir, fyrrum einkaþjálfari og B.A. í sálfræði, er framkvæmdastjóri MatAsks ehf., íslensks sprotafyrirtækis sem hóf göngu sína síðastliðið haust. HeilsuAskur ruddi brautina með persónusniðnum matarpökkum sem byggja á orkuþörf fólks. Hann er í fríi í sumar en er væntanlegur aftur í haust. "Viðskiptavinir okkar hafa verið afskaplega ánægðir," segir Borghildur. Í vor bættist við nýr askur en það er FerðaAskur. Hann inniheldur nesti fyrir útivistarfólk. "Hægt er að velja um þrjár mismunandi stærðir, fyrir lengri og styttri ferðir," útskýrir Borghildur. Hún segir ýmiss konar hópa nýta sér þjónustu þeirra: "Það er útivistarfólk af öllu tagi; fólk á leið í veiðiferðir, ævintýraferðir og svo gönguhópar og ferðaskipuleggjendur." Pantanir og nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.mataskur.is eða í síma 555 0909. Askarnir eru svo sóttir á leiðinni út úr bænum, annað hvort á Stöðinni í Suðurfelli eða á Vesturlandsvegi. "Við viljum efla íslenskan landbúnað og hvetja fólk til að kaupa íslenskt. SveitaAskurinn, sem er nýjasta vörulínan okkar, byggir sérstaklega á því og þá förum við í grasrótina - til bændanna," segir Borghildur. SveitaAskurinn kom á markað í lok júní og er fylltur alls konar sælkeramat, frá íslenskum bændum. "Þeir eru að framleiða svo spennandi og skemmtilegar vörur sem margar eru ófáanlegar á höfuðborgarsvæðinu," segir Borghildur. "Þetta er tilvalin gjöf fyrir útlendinga, nú eða til þess að taka með sem nasl í bústaðinn eða lautarferðina." SveitaAskur er seldur á sjö stöðum, meðal annars í Leifsstöð. "Á sölustöðunum eru fyrirfram tilbúnir Askar, en á netinu er hægt að velja innihaldið sjálfur," útskýrir Borghildur. Tvö prósent af allri sölu MatAsks renna til góðgerðarfélags sem viðskiptavinirnir velja. Í dag styrkja viðskiptavinir Líf, styrktarfélag kvennadeildarinnar. Heilsa Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Skipta dekkin máli? Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Sjá meira
Borghildur Sverrisdóttir, fyrrum einkaþjálfari og B.A. í sálfræði, er framkvæmdastjóri MatAsks ehf., íslensks sprotafyrirtækis sem hóf göngu sína síðastliðið haust. HeilsuAskur ruddi brautina með persónusniðnum matarpökkum sem byggja á orkuþörf fólks. Hann er í fríi í sumar en er væntanlegur aftur í haust. "Viðskiptavinir okkar hafa verið afskaplega ánægðir," segir Borghildur. Í vor bættist við nýr askur en það er FerðaAskur. Hann inniheldur nesti fyrir útivistarfólk. "Hægt er að velja um þrjár mismunandi stærðir, fyrir lengri og styttri ferðir," útskýrir Borghildur. Hún segir ýmiss konar hópa nýta sér þjónustu þeirra: "Það er útivistarfólk af öllu tagi; fólk á leið í veiðiferðir, ævintýraferðir og svo gönguhópar og ferðaskipuleggjendur." Pantanir og nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.mataskur.is eða í síma 555 0909. Askarnir eru svo sóttir á leiðinni út úr bænum, annað hvort á Stöðinni í Suðurfelli eða á Vesturlandsvegi. "Við viljum efla íslenskan landbúnað og hvetja fólk til að kaupa íslenskt. SveitaAskurinn, sem er nýjasta vörulínan okkar, byggir sérstaklega á því og þá förum við í grasrótina - til bændanna," segir Borghildur. SveitaAskurinn kom á markað í lok júní og er fylltur alls konar sælkeramat, frá íslenskum bændum. "Þeir eru að framleiða svo spennandi og skemmtilegar vörur sem margar eru ófáanlegar á höfuðborgarsvæðinu," segir Borghildur. "Þetta er tilvalin gjöf fyrir útlendinga, nú eða til þess að taka með sem nasl í bústaðinn eða lautarferðina." SveitaAskur er seldur á sjö stöðum, meðal annars í Leifsstöð. "Á sölustöðunum eru fyrirfram tilbúnir Askar, en á netinu er hægt að velja innihaldið sjálfur," útskýrir Borghildur. Tvö prósent af allri sölu MatAsks renna til góðgerðarfélags sem viðskiptavinirnir velja. Í dag styrkja viðskiptavinir Líf, styrktarfélag kvennadeildarinnar.
Heilsa Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Skipta dekkin máli? Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Sjá meira