Elliðaárnar yfir 600 laxa Garðar Örn Úlfarsson skrifar 25. júlí 2012 11:15 Elliðaárnar hafa verið einstaklega gjöfular í sumar þórr örlítið hafa hægt á veiðinni eftir miðjan júlí. Mynd / Vilhelm Veiðin í Elliðaánum fór yfir 600 laxa á morgunvaktinni í gær. Dálítið hefur hægt á veiðinni síðari hluta júlímánaðar eftir frábært gengi fram að því. Sjö laxar veiddust á morgunvaktinni í gær og aðeins tíu laxar daginn þar á undan. Veiðin á sunndaginn var hins vegar 23 laxar og 14 laxar voru skráðir á laugardaginn. Föstudagurinn í síðustu viku gaf 22 laxa. Uppistaðan í veiðinni í Elliðaánum er smálax, allt niður í þrjú pund en algeng stærð er 4 til 5 pund. Samkvæmt skoðun á veiðibókinni dagana 16. til 24. júlí virðist veiðast jöfnum höndum á maðk og flugu. Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Góð fyrsta vika í veiðivötnum Veiði Erindi um stíflur og áhrif þeirra Veiði Sogið vill ala upp stórar bleikjur Veiði
Veiðin í Elliðaánum fór yfir 600 laxa á morgunvaktinni í gær. Dálítið hefur hægt á veiðinni síðari hluta júlímánaðar eftir frábært gengi fram að því. Sjö laxar veiddust á morgunvaktinni í gær og aðeins tíu laxar daginn þar á undan. Veiðin á sunndaginn var hins vegar 23 laxar og 14 laxar voru skráðir á laugardaginn. Föstudagurinn í síðustu viku gaf 22 laxa. Uppistaðan í veiðinni í Elliðaánum er smálax, allt niður í þrjú pund en algeng stærð er 4 til 5 pund. Samkvæmt skoðun á veiðibókinni dagana 16. til 24. júlí virðist veiðast jöfnum höndum á maðk og flugu.
Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Góð fyrsta vika í veiðivötnum Veiði Erindi um stíflur og áhrif þeirra Veiði Sogið vill ala upp stórar bleikjur Veiði