Óskar, formaður GHR: Presturinn í klúbbnum samdi við veðurguðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2012 14:30 Íslandsmótið í höggleik 2012 fer fram dagana 26.-29. júlí á Strandavelli og er í umsjá Golfklúbbs Hellu. Óskar Pálsson er formaður Golfklúbbs Hellu segir það vera mikla tilhlökkun meðal klúbbsmeðlima að fá að taka á móti öllum bestu kylfingum landsins. Sigurður Elvar Þórólfsson ræddi við hann á kynningarfundi fyrir mótið sem haldinn var í dag. „Það er mikil tilhlökkun innan okkar raða og þetta er búið að vera mikill undirbúningur. Við leggjum allt í þetta og vonum bara að sjá besti vinni," sagði Óskar Pálsson sem er ekki alveg hlutlaus því sonur hans keppir á mótinu. „Ég á einn af efnilegri kylfingum landsins og hann á góða möguleika því hann er á heimavelli. Það verður gaman að fylgjast með honum," sagði Óskar. Það er mikið afrek hjá 130 manna klúbbi að halda svona stórt mót eins og Íslandsmótið í höggleik er. „Þetta er bara gaman og við lítum á það þannig. Við setjum þetta þannig upp að það er sirka einn félagi á hvern keppenda," sagði Óskar. „Við höfum bílastæði á Rangárvöllunum fyrir nánast endalausa bíla og fólk er velkomið. Það getur lagt allt í kringum okkur, það er stutt að labba og þetta er fallegt umhverfi," sagði Óskar. „Við gegnum frá samningi við veðurguðina í vor um leið og við byrjuðum að skipuleggja mótið. Við erum með prest í klúbbnum og hann sá um það fyrir okkur," sagði Óskar í léttum tón en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Golf Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Íslandsmótið í höggleik 2012 fer fram dagana 26.-29. júlí á Strandavelli og er í umsjá Golfklúbbs Hellu. Óskar Pálsson er formaður Golfklúbbs Hellu segir það vera mikla tilhlökkun meðal klúbbsmeðlima að fá að taka á móti öllum bestu kylfingum landsins. Sigurður Elvar Þórólfsson ræddi við hann á kynningarfundi fyrir mótið sem haldinn var í dag. „Það er mikil tilhlökkun innan okkar raða og þetta er búið að vera mikill undirbúningur. Við leggjum allt í þetta og vonum bara að sjá besti vinni," sagði Óskar Pálsson sem er ekki alveg hlutlaus því sonur hans keppir á mótinu. „Ég á einn af efnilegri kylfingum landsins og hann á góða möguleika því hann er á heimavelli. Það verður gaman að fylgjast með honum," sagði Óskar. Það er mikið afrek hjá 130 manna klúbbi að halda svona stórt mót eins og Íslandsmótið í höggleik er. „Þetta er bara gaman og við lítum á það þannig. Við setjum þetta þannig upp að það er sirka einn félagi á hvern keppenda," sagði Óskar. „Við höfum bílastæði á Rangárvöllunum fyrir nánast endalausa bíla og fólk er velkomið. Það getur lagt allt í kringum okkur, það er stutt að labba og þetta er fallegt umhverfi," sagði Óskar. „Við gegnum frá samningi við veðurguðina í vor um leið og við byrjuðum að skipuleggja mótið. Við erum með prest í klúbbnum og hann sá um það fyrir okkur," sagði Óskar í léttum tón en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Golf Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira