Frábær meðalveiði í Ellliðaánum í sumar 15. júlí 2012 08:30 Elliðaárnar hafa verið gjöfular það sem af er. Mynd / Trausti Óhætt er að segja að veiðin í Elliðaánum standi undir ítrustu væntingum í sumar. Á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur sagði frá því á miðvikudag að árnar bæru höfuð og herðar yfir aðrar laxveiðiár hvað snertir veiði á hvern stangardag. „Í gærkveldi höfðu veiðst 359 laxar í ánum sem er frábær niðurstaða eftir 21. veiðidaginn," sagði á svfr.is. Þetta þýddi að 3,5 laxar koma á land að meðaltali á hverjum degi á hverja stöng sem veitt er á. Daginn sem fréttin birtist bættust við tuttugu veiddir laxar á stangirnar sex samkvæmt tölum Landssambands veiðifélaga. Rímar það mjög vel við aflatölurnar fram að því. Til samanburðar má taka aflahæstu ánna til þessa samkvæmt nýjustu tölum Landssambandsins frá því á fimmtudaginn. Í Norðurá höfðu þá veiðst 527 laxar á fjórtán stangir. Það eru um 1,7 laxar á hvern stangardag. Stangveiði Mest lesið Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Úthlutun lokið hjá SVFR Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Ekkert að frétta úr Vífilsstaðavatni Veiði Ytri Rangá ennþá frekar róleg Veiði
Óhætt er að segja að veiðin í Elliðaánum standi undir ítrustu væntingum í sumar. Á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur sagði frá því á miðvikudag að árnar bæru höfuð og herðar yfir aðrar laxveiðiár hvað snertir veiði á hvern stangardag. „Í gærkveldi höfðu veiðst 359 laxar í ánum sem er frábær niðurstaða eftir 21. veiðidaginn," sagði á svfr.is. Þetta þýddi að 3,5 laxar koma á land að meðaltali á hverjum degi á hverja stöng sem veitt er á. Daginn sem fréttin birtist bættust við tuttugu veiddir laxar á stangirnar sex samkvæmt tölum Landssambands veiðifélaga. Rímar það mjög vel við aflatölurnar fram að því. Til samanburðar má taka aflahæstu ánna til þessa samkvæmt nýjustu tölum Landssambandsins frá því á fimmtudaginn. Í Norðurá höfðu þá veiðst 527 laxar á fjórtán stangir. Það eru um 1,7 laxar á hvern stangardag.
Stangveiði Mest lesið Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Úthlutun lokið hjá SVFR Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Ekkert að frétta úr Vífilsstaðavatni Veiði Ytri Rangá ennþá frekar róleg Veiði