Náði 101 sentímetra hæng á fimmuna 16. júlí 2012 11:24 Nýrunninn stórlax sem þessi gæti vel rifið vigt í 22 pundin. Mynd/Jóhann Hafnfjörð Glæsilegur 101 sentímetra hængur veiddist í Efri Gapastokk í Víðidalsá á fyrri vaktinni á laugardaginn. Það var Jóhann Hafnfjörð sem náði þessum fallega fiski á fluguna Green Braham nr. 14 og notaði hann léttan búnað eða stöng fyrir línu 5. Þetta er annar laxinn úr Víðidalsá í sumar sem rífur 20 punda múrinn en það er óhætt að fullyrða að hængurinn hans Jóhanns vigtar ekki minna en 21 pund, samkvæmt töflu Veiðimálastofnunar um samband þyndar og lengdar á laxi. Upplýsingar frá Lax-á greina frá því að það tók Jóhann um 15 mínútur að landa laxinum sem stökk ítrekað áður en honum var landað. Talsvert er af nýjum fiski að ganga í Víðidalsá og voru veiðimenn að setja í þónokkuð af fiski um helgina. Vatnsleysi setur þó mark sitt á veiði í Víðidalnum eins og annars staðar. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Úthlutun lokið hjá SVFR Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Ekkert að frétta úr Vífilsstaðavatni Veiði Ytri Rangá ennþá frekar róleg Veiði
Glæsilegur 101 sentímetra hængur veiddist í Efri Gapastokk í Víðidalsá á fyrri vaktinni á laugardaginn. Það var Jóhann Hafnfjörð sem náði þessum fallega fiski á fluguna Green Braham nr. 14 og notaði hann léttan búnað eða stöng fyrir línu 5. Þetta er annar laxinn úr Víðidalsá í sumar sem rífur 20 punda múrinn en það er óhætt að fullyrða að hængurinn hans Jóhanns vigtar ekki minna en 21 pund, samkvæmt töflu Veiðimálastofnunar um samband þyndar og lengdar á laxi. Upplýsingar frá Lax-á greina frá því að það tók Jóhann um 15 mínútur að landa laxinum sem stökk ítrekað áður en honum var landað. Talsvert er af nýjum fiski að ganga í Víðidalsá og voru veiðimenn að setja í þónokkuð af fiski um helgina. Vatnsleysi setur þó mark sitt á veiði í Víðidalnum eins og annars staðar. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Úthlutun lokið hjá SVFR Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Ekkert að frétta úr Vífilsstaðavatni Veiði Ytri Rangá ennþá frekar róleg Veiði