Stærsti banki Evrópu í peningaþvætti fyrir fíkniefnagengi í Mexíkó 17. júlí 2012 06:31 HSBC stærsti banki Evrópu stundaði peningaþvætti um allan heiminn og þar á meðal fyrir stærstu fíkniefnagengin í Mexíkó. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum þingnefndar í öldungadeild Bandaríkjaþings. Fyrir utan gífurlegar fjárhæðir frá mexíkönskum fíkniefnagengjum sem þvegnar voru í bankanum greinir þingnefndin einnig frá grunsamlegum greiðslum sem fóru í gegnum bankann frá löndum eins og Sýrlandi, Cayman eyjum, Íran og Saudi Arabíu. Fram kemur hjá nefndinni að bankaeftirlit Bandaríkjanna hafi brugðist þegar kom að því að hafa eftirlit með bankanum. Þá kemur einnig fram hröð gagnrýni á það sem kallað er mjög slælegt innra eftirlit hjá bankanum sjálfum. HSBC, sem er með höfuðstöðvar í Bretlandi, segir að bankinn búist við því að verða dreginn til ábyrgðar fyrir það sem fór úr skorðunum í starfsemi hans. Fyrrgreind rannsókn hefur staðið yfir í rúmt ár og á þeim tíma fór nefndin í gegnum um 1,4 milljónir skjala og tók skýrslur af 75 stjórnendum hjá HSBC. Æðstu yfirmenn bankans hafa verið kallaðir til yfirheyrslna hjá þingnefndinni en þær eiga að hefjast í dag. Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
HSBC stærsti banki Evrópu stundaði peningaþvætti um allan heiminn og þar á meðal fyrir stærstu fíkniefnagengin í Mexíkó. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum þingnefndar í öldungadeild Bandaríkjaþings. Fyrir utan gífurlegar fjárhæðir frá mexíkönskum fíkniefnagengjum sem þvegnar voru í bankanum greinir þingnefndin einnig frá grunsamlegum greiðslum sem fóru í gegnum bankann frá löndum eins og Sýrlandi, Cayman eyjum, Íran og Saudi Arabíu. Fram kemur hjá nefndinni að bankaeftirlit Bandaríkjanna hafi brugðist þegar kom að því að hafa eftirlit með bankanum. Þá kemur einnig fram hröð gagnrýni á það sem kallað er mjög slælegt innra eftirlit hjá bankanum sjálfum. HSBC, sem er með höfuðstöðvar í Bretlandi, segir að bankinn búist við því að verða dreginn til ábyrgðar fyrir það sem fór úr skorðunum í starfsemi hans. Fyrrgreind rannsókn hefur staðið yfir í rúmt ár og á þeim tíma fór nefndin í gegnum um 1,4 milljónir skjala og tók skýrslur af 75 stjórnendum hjá HSBC. Æðstu yfirmenn bankans hafa verið kallaðir til yfirheyrslna hjá þingnefndinni en þær eiga að hefjast í dag.
Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira