HJK kjöldró KR í Helsinki | 7-0 sigur finnska liðsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. júlí 2012 15:25 Mynd / Daníel HJK frá Helsinki vann stórsigur 7-0 gegn KR í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í Finnlandi í dag. Heimamenn leiddu með tveimur mörkum í hálfleik og bættu við fimm mörkum áður en yfir lauk í síðari hálfleiknum. Jafnræði var með liðunum á upphafsmínútunum en á 13. mínútu komust Finnarnir yfir eftir mistök í vörn KR. Juho Mäkelä skoraði þá af stuttu færi. Dofri Snorrason og Óskar Örn Hauksson áttu ágætar tilraunir á hinum enda vallarins áður en ógæfan dundi aftur yfir. Guðmundur Reynir Gunnarsson braut þá af sér í vítateig KR-inga. Mika Väyrynen steig á punktinn og tvöfaldaði forystu heimamanna. Þorsteinn Már Ragnarsson fékk fínt færi skömmu síðar til þess að minnka muninn fyrir KR en brást bogalistin. Finnarnir tveimur mörkum yfir í hálfleik. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, skipti Emil Atlasyni inn fyrir Dofra Snorrason í hálfleik en aftur fengu gestirnir ískalda vatnsgusu í andlitið. Eftir aðeins þriggja mínútna leik í síðari hálfleik skoraði Joel Pohjanpalo með hörkuskoti fyrir utan vítateig. 3-0 og útlitið allt annað en gott. Það átti eftir að versna til muna. Rasmus Schüller skoraði fjórða mark Finnanna á 57. mínútu áður en Joel Pohjanpalo skoraði annað mark sitt á 67. mínútu. Skot hans hafði viðkomu í Rhys Weston varnarmanni KR og fór þaðan í netið. Staðan orðin 5-0 en Finnarnir voru, ólíkt KR-ingum, ekki hættir. Juho Mäkelä átti eftir að niðurlægja Íslands- og bikarmeistarana enn frekar. Hann skoraði tvö mörk á fimm mínútna kafla seint í síðari hálfleik og Finnarnir komnir í 7-0. Jónas Kristinsson, framkvæmdastjóri KR, og Þröstur Emilsson lýstu leiknum í KR-útvarpinu. Samkvæmt lýsingu þeirra refsuðu Finnarnir KR-ingum ítrekað og var varnarleikur Vesturbæjarliðsins í molum. Stórsigur HJK raunin og möguleikar KR-inga á áframhaldandi þátttöku í forkeppni Meistaradeildar Evrópu svo gott sem úr sögunni. KR-ingar léku án Kjartans Henry Finnbogasonar og Gunnars Þórs Gunnarssonar sem glíma við meiðsli. Hvorugur ferðaðist með liðinu til Finnlands.Byrjunarlið KR í leiknum (4:3:3/4:5:1) Markvörður: Hannes Þór Halldórsson Vörn: Magnús Már Lúðvíksson, Rhys Weston, Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Guðmundur Reynir Gunnarsson Miðja: Bjarni Guðjónsson, Viktor Bjarki Arnarson og Baldur Sigurðsson. Kantmenn: Dofri Snorrason og Óskar Örn Hauksson Framherji: Þorsteinn Már Ragnarsson Evrópudeild UEFA Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
HJK frá Helsinki vann stórsigur 7-0 gegn KR í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í Finnlandi í dag. Heimamenn leiddu með tveimur mörkum í hálfleik og bættu við fimm mörkum áður en yfir lauk í síðari hálfleiknum. Jafnræði var með liðunum á upphafsmínútunum en á 13. mínútu komust Finnarnir yfir eftir mistök í vörn KR. Juho Mäkelä skoraði þá af stuttu færi. Dofri Snorrason og Óskar Örn Hauksson áttu ágætar tilraunir á hinum enda vallarins áður en ógæfan dundi aftur yfir. Guðmundur Reynir Gunnarsson braut þá af sér í vítateig KR-inga. Mika Väyrynen steig á punktinn og tvöfaldaði forystu heimamanna. Þorsteinn Már Ragnarsson fékk fínt færi skömmu síðar til þess að minnka muninn fyrir KR en brást bogalistin. Finnarnir tveimur mörkum yfir í hálfleik. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, skipti Emil Atlasyni inn fyrir Dofra Snorrason í hálfleik en aftur fengu gestirnir ískalda vatnsgusu í andlitið. Eftir aðeins þriggja mínútna leik í síðari hálfleik skoraði Joel Pohjanpalo með hörkuskoti fyrir utan vítateig. 3-0 og útlitið allt annað en gott. Það átti eftir að versna til muna. Rasmus Schüller skoraði fjórða mark Finnanna á 57. mínútu áður en Joel Pohjanpalo skoraði annað mark sitt á 67. mínútu. Skot hans hafði viðkomu í Rhys Weston varnarmanni KR og fór þaðan í netið. Staðan orðin 5-0 en Finnarnir voru, ólíkt KR-ingum, ekki hættir. Juho Mäkelä átti eftir að niðurlægja Íslands- og bikarmeistarana enn frekar. Hann skoraði tvö mörk á fimm mínútna kafla seint í síðari hálfleik og Finnarnir komnir í 7-0. Jónas Kristinsson, framkvæmdastjóri KR, og Þröstur Emilsson lýstu leiknum í KR-útvarpinu. Samkvæmt lýsingu þeirra refsuðu Finnarnir KR-ingum ítrekað og var varnarleikur Vesturbæjarliðsins í molum. Stórsigur HJK raunin og möguleikar KR-inga á áframhaldandi þátttöku í forkeppni Meistaradeildar Evrópu svo gott sem úr sögunni. KR-ingar léku án Kjartans Henry Finnbogasonar og Gunnars Þórs Gunnarssonar sem glíma við meiðsli. Hvorugur ferðaðist með liðinu til Finnlands.Byrjunarlið KR í leiknum (4:3:3/4:5:1) Markvörður: Hannes Þór Halldórsson Vörn: Magnús Már Lúðvíksson, Rhys Weston, Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Guðmundur Reynir Gunnarsson Miðja: Bjarni Guðjónsson, Viktor Bjarki Arnarson og Baldur Sigurðsson. Kantmenn: Dofri Snorrason og Óskar Örn Hauksson Framherji: Þorsteinn Már Ragnarsson
Evrópudeild UEFA Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti