Íslensku liðunum ekki gengið vel gegn AIK Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júlí 2012 20:45 FH mætir sænska félaginu AIK í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu á Råsunda leikvanginum í Solna annað kvöld. Þrívegis áður hafa íslensk lið reynt sig gegn sænska liðinu í Evrópukeppni án árangurs. Bikarmeistarar KR mættur AIK í 1. umferð Evrópukeppni bikarhafa árið 1996. AIK vann fyrri leik liðanna á Laugardalsvelli 1-0 með marki Krister Nordin í síðari hálfleik. Síðari leiknum ytra lauk með 1-1 jafntefli. Pascal Simpson, ein skærasta stjarna liðsins á þeim tíma, kom AIK yfir á 79. mínútu. Varamaðurinn Guðmundur Benediktsson jafnaði hins vegar fyrir KR á 87. mínútu með fallegu marki. Guðmundur vann þá boltann af varnarmanni AIK og vippaði snyrtilega yfir Magnus Hedman, markvörð sænska liðsins. AIK fór áfram samanlagt 2-1 en svipmyndir úr síðari leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Litlir möguleikar ÍBV árið 2002ÍBV mætti AIK í forkeppni UEFA bikarsins árið 2002. AIK vann fyrri leikinn í Svíþjóð 2-0 þar sem Krister Nordin var á skotskónum líkt og hann var sex árum fyrr gegn KR. Gunnar Heiðar Þorvaldsson gaf Eyjamönnum von þegar hann skoraði eftir aðeins 3. mínútur í síðari leiknum á Hásteinsvelli. Því miður jöfnuðu Svíarnir skömmu síðar og unnu 3-1 sigur og fóru áfram samanlagt 5-1. Fylkismenn klaufar árið 2003Fylkismenn töpuðu fyrri leiknum gegn AIK ytra 1-0 en sigurmarkið kom skömmu fyrir leikslok. Úrslitin engu að síður ágæt fyrir síðari viðureignina á Laugardalsvelli tveimur vikum síðar. Fylkismenn léku manni fleiri í 70 mínútur eftir að leikmanni AIK var vikið af velli fyrir að sparka til Ólafs Inga Skúlasonar. Þrátt fyrir liðsmuninn tókst Árbæingum aldrei almennilega að opna vörn sænska liðsins sem vann sanngjarnan sigur. Helgi Valur Daníelsson, sem í dag leikur með AIK, var frá vegna meiðsla í fyrri leiknum og spilaði allan leikinn á Laugardalsvelli með Fylki. Við þetta má bæta að auk Helga Vals lék Hörður Hilmarsson með AIK á árunum 1980-1981. Leikur AIK og FH á morgun á Råsunda leikvanginum, sem tekur um 37 þúsund áhorfendur, hefst klukkan 17 að íslenskum tíma. Fylgst verður með gangi mála hér á Vísi. Evrópudeild UEFA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Sjá meira
FH mætir sænska félaginu AIK í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu á Råsunda leikvanginum í Solna annað kvöld. Þrívegis áður hafa íslensk lið reynt sig gegn sænska liðinu í Evrópukeppni án árangurs. Bikarmeistarar KR mættur AIK í 1. umferð Evrópukeppni bikarhafa árið 1996. AIK vann fyrri leik liðanna á Laugardalsvelli 1-0 með marki Krister Nordin í síðari hálfleik. Síðari leiknum ytra lauk með 1-1 jafntefli. Pascal Simpson, ein skærasta stjarna liðsins á þeim tíma, kom AIK yfir á 79. mínútu. Varamaðurinn Guðmundur Benediktsson jafnaði hins vegar fyrir KR á 87. mínútu með fallegu marki. Guðmundur vann þá boltann af varnarmanni AIK og vippaði snyrtilega yfir Magnus Hedman, markvörð sænska liðsins. AIK fór áfram samanlagt 2-1 en svipmyndir úr síðari leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Litlir möguleikar ÍBV árið 2002ÍBV mætti AIK í forkeppni UEFA bikarsins árið 2002. AIK vann fyrri leikinn í Svíþjóð 2-0 þar sem Krister Nordin var á skotskónum líkt og hann var sex árum fyrr gegn KR. Gunnar Heiðar Þorvaldsson gaf Eyjamönnum von þegar hann skoraði eftir aðeins 3. mínútur í síðari leiknum á Hásteinsvelli. Því miður jöfnuðu Svíarnir skömmu síðar og unnu 3-1 sigur og fóru áfram samanlagt 5-1. Fylkismenn klaufar árið 2003Fylkismenn töpuðu fyrri leiknum gegn AIK ytra 1-0 en sigurmarkið kom skömmu fyrir leikslok. Úrslitin engu að síður ágæt fyrir síðari viðureignina á Laugardalsvelli tveimur vikum síðar. Fylkismenn léku manni fleiri í 70 mínútur eftir að leikmanni AIK var vikið af velli fyrir að sparka til Ólafs Inga Skúlasonar. Þrátt fyrir liðsmuninn tókst Árbæingum aldrei almennilega að opna vörn sænska liðsins sem vann sanngjarnan sigur. Helgi Valur Daníelsson, sem í dag leikur með AIK, var frá vegna meiðsla í fyrri leiknum og spilaði allan leikinn á Laugardalsvelli með Fylki. Við þetta má bæta að auk Helga Vals lék Hörður Hilmarsson með AIK á árunum 1980-1981. Leikur AIK og FH á morgun á Råsunda leikvanginum, sem tekur um 37 þúsund áhorfendur, hefst klukkan 17 að íslenskum tíma. Fylgst verður með gangi mála hér á Vísi.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Sjá meira