Páll Viðar: Var að spá í að ná í pútterinn út í rútu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júlí 2012 07:00 Mynd / Anton Þórsarar eru mættir til Tékklands þar sem liðið mætir FK Mladá Boleslav í samnefndum bæ í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í dag. Eftir þrjú flug og næturgistingu í London æfðu Þórsarar á velli tékkneska liðsins í gær. Æfingin var rétt að hefjast þegar undirritaður náði tali af Páli Viðari Gíslasyni, þjálfara liðsins, í gær. „Þetta er copy-paste frá því síðast. Vegalengdin er ekki löng en með millilendingum, gistingu yfir nótt og biðtíma tekur þetta tíma," sagði Páll Viðar á meðan hann fylgdist með leikmönnum sínum skokka úr sér ferðaþreytuna. „Auðvitað eru menn misjafnir eftir aldri og ástandi að loknu svona ferðalagi. En menn verða klárir á morgun. Það er alveg klárt," sagði Páll Viðar sem hafði ekkert nema gott um aðstæður ytra að segja. „Aðstæður eru mjög fínar. Þetta er flottur fimm þúsund manna völlur í miðju Skoda verksmiðjuhverfinu. Liðið er styrkt af Skoda og það eru Skoda bifreiðar úti um allt," sagði Páll Viðar og hrósaði grasinu á vellinum sérstaklega. „Þetta er teppi. Ég var að spá í að ná í pútterinn út í rútu." KR-ingar biðu afhroð í viðureign sinni gegn HJK frá Helsinki í gær 7-0 í 2. umferð Meistaradeildar Evrópu. Eyjamenn féllu út gegn St. Patrick's frá Írlandi og FH átti í töluverðu basli með Eschen/Mauren frá Liechtenstein. Þórsarar hins vegar slógu út írska liðið Bohemians eftir 5-1 sigur á Þórsvelli en fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli. „Það gekk upp það sem við ætluðum að gera í 1. umferðinni. Við náðum fínum úrslitum úti, kannski af því að við vorum litla liðið, og skoruðum svo góð mörk heima. Við leggjum þetta svipað upp en við áttum okkur á því að þetta er sterkara lið," segir Páll Viðar sem leggur áherslu á að liðið eigi enn möguleika fyrir seinni leikinn á AKureyri eftir viku. „Við reynum allt sem við getum til að ná eins góðum úrslitum og við getum til að fá alvöru leik á Þórsvelli eftir viku. Það er markmiðið. Menn eru klárir að leggja sig alla í það þó það sé ekki nema bara fyrir fólkið heima á Akureyri að komast á völlinn og sjá alvöru leik," og nefndi í því sambandi að lítill áhugi væri væntanlega í Vesturbænum fyrir síðari viðureign KR og HJK á þriðjudag. „Það er auðvelt að setja sér það markmið að ná hagstæðum úrslitum fyrir seinni leikinn," segir Páll Viðar og uppskriftin fyrir leikin á morgun er einföld. „Við leggjumst, berjumst og fórnum okkur fyrir hvern annan. Svo reynum við að nýta þessar fáu sóknir sem við eflaumst komum til með að fá." Leikur Mladá Boleslav og Þórs hefst klukkan 17 og verður fylgst með gangi mála á Vísi. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór - Bohemian FC 5-1 Þór frá Akureyri vann glæsilegan sigur á Bohemian FC frá Írlandi á Akureyri í kvöld. Sigurður Marinó Kristjánsson var hetja heimamanna og skoraði þrjú mörk og lagði upp tvö í 5-1 sigri Þórs. 12. júlí 2012 00:01 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum Sjá meira
Þórsarar eru mættir til Tékklands þar sem liðið mætir FK Mladá Boleslav í samnefndum bæ í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í dag. Eftir þrjú flug og næturgistingu í London æfðu Þórsarar á velli tékkneska liðsins í gær. Æfingin var rétt að hefjast þegar undirritaður náði tali af Páli Viðari Gíslasyni, þjálfara liðsins, í gær. „Þetta er copy-paste frá því síðast. Vegalengdin er ekki löng en með millilendingum, gistingu yfir nótt og biðtíma tekur þetta tíma," sagði Páll Viðar á meðan hann fylgdist með leikmönnum sínum skokka úr sér ferðaþreytuna. „Auðvitað eru menn misjafnir eftir aldri og ástandi að loknu svona ferðalagi. En menn verða klárir á morgun. Það er alveg klárt," sagði Páll Viðar sem hafði ekkert nema gott um aðstæður ytra að segja. „Aðstæður eru mjög fínar. Þetta er flottur fimm þúsund manna völlur í miðju Skoda verksmiðjuhverfinu. Liðið er styrkt af Skoda og það eru Skoda bifreiðar úti um allt," sagði Páll Viðar og hrósaði grasinu á vellinum sérstaklega. „Þetta er teppi. Ég var að spá í að ná í pútterinn út í rútu." KR-ingar biðu afhroð í viðureign sinni gegn HJK frá Helsinki í gær 7-0 í 2. umferð Meistaradeildar Evrópu. Eyjamenn féllu út gegn St. Patrick's frá Írlandi og FH átti í töluverðu basli með Eschen/Mauren frá Liechtenstein. Þórsarar hins vegar slógu út írska liðið Bohemians eftir 5-1 sigur á Þórsvelli en fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli. „Það gekk upp það sem við ætluðum að gera í 1. umferðinni. Við náðum fínum úrslitum úti, kannski af því að við vorum litla liðið, og skoruðum svo góð mörk heima. Við leggjum þetta svipað upp en við áttum okkur á því að þetta er sterkara lið," segir Páll Viðar sem leggur áherslu á að liðið eigi enn möguleika fyrir seinni leikinn á AKureyri eftir viku. „Við reynum allt sem við getum til að ná eins góðum úrslitum og við getum til að fá alvöru leik á Þórsvelli eftir viku. Það er markmiðið. Menn eru klárir að leggja sig alla í það þó það sé ekki nema bara fyrir fólkið heima á Akureyri að komast á völlinn og sjá alvöru leik," og nefndi í því sambandi að lítill áhugi væri væntanlega í Vesturbænum fyrir síðari viðureign KR og HJK á þriðjudag. „Það er auðvelt að setja sér það markmið að ná hagstæðum úrslitum fyrir seinni leikinn," segir Páll Viðar og uppskriftin fyrir leikin á morgun er einföld. „Við leggjumst, berjumst og fórnum okkur fyrir hvern annan. Svo reynum við að nýta þessar fáu sóknir sem við eflaumst komum til með að fá." Leikur Mladá Boleslav og Þórs hefst klukkan 17 og verður fylgst með gangi mála á Vísi.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór - Bohemian FC 5-1 Þór frá Akureyri vann glæsilegan sigur á Bohemian FC frá Írlandi á Akureyri í kvöld. Sigurður Marinó Kristjánsson var hetja heimamanna og skoraði þrjú mörk og lagði upp tvö í 5-1 sigri Þórs. 12. júlí 2012 00:01 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þór - Bohemian FC 5-1 Þór frá Akureyri vann glæsilegan sigur á Bohemian FC frá Írlandi á Akureyri í kvöld. Sigurður Marinó Kristjánsson var hetja heimamanna og skoraði þrjú mörk og lagði upp tvö í 5-1 sigri Þórs. 12. júlí 2012 00:01