Heimir: Ég man að Gummi Ben skoraði frábært mark Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júlí 2012 07:30 FH-ingar fagna marki gegn USV Eschen/Mauren í 1. umferð forkeppninnar. FH vann 3-1 sigur samanlagt. Mynd/Ernir FH-ingar mæta AIK á Råsunda-leikvanginum í Solna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu ytra í dag. FH-ingar æfðu á vellinum í gær en Fréttablaðið náði tali af Heimi Guðjónssyni, þjálfara liðsins, að henni lokinni. „Þetta er frábær völlur sem tekur 36 þúsund manns. Ég tók eftir því að menn eru orðnir spenntir að taka þátt í þessu," sagði Heimir um Råsunda-leikvanginn. „Það fer hver að vera síðastur að spila á þessum glæsilega velli því hann verður rifinn eftir tímabilið. Það á að byggja nýjan leikvang sem tekur um 50 þúsund áhorfendur. Þetta er flott og allar aðstæður til fyrirmyndar." FH-ingar töpuðu nokkuð óvænt 3-1 gegn Valsmönnum í Pepsi-deild karla á sunnudagskvöldið. Heimir var ósáttur með sína menn í þeim leik. „Sá leikur var afgreiddur á mánudaginn. Það voru auðvitað vonbrigði að tapa honum en nú er ný áskorun að spila leik gegn sterku liði AIK. Liðið er vel skipulagt og með hættulega menn frammi. Þetta er verðugt verkefni fyrir FH," segir Heimir. Miðvörðurinn Freyr Bjarnason fór meiddur af velli í fyrri hálfleik gegn Valsmönnum og munaði um minna hjá FH-ingum. FH-ingar leiddu 1-0 þegar Freyr fór af velli en töpuðu eins og áður segir 3-1. „Við erum að tjasla honum saman. Hann var með á æfingunni svo ég reikna með því að hann verði leikfær á morgun. Aðrir eru heilir og allir klárir," segir Heimir sem hefur sé tvo leiki AIK liðsins á DVD-mynddiskum. „Það er ljóst að við erum að spila við sterkt lið og þurfum að verjast vel, vera klókir í varnarleiknum. En við þurfum líka að halda boltanum innan liðsins á ákveðnum tímapunktum. Það þýðir ekki að liggja í vörn í 90 mínútur og hlaupa. Við þurfum að stríða þeim sóknarlega líka. Við höfum öfluga menn í sóknarlínunni og eigum að geta strítt þeim þar," segir Heimir sem á ekki von á öðru en að íslenski landsliðsmaðurinn Helgi Valur Daníelsson verði í byrjunarliði Svíanna. Heimir lék með KR-ingum sem mættu AIK í Evrópukeppni bikarhafa árið 1996. Þá féll liðið úr keppni samanlagt 2-1. „Ef ég man þetta rétt töpuðum við fyrri leiknum heima 1-0. Vorum pínu klaufar að ná ekki jafntefli. Svo man ég að Gummi Ben skoraði frábært mark í leiknum úti og við áttum einhverja möguleika en tókst ekki að klára þá," segir Heimir og leggur áherslu á að fá úrslit sem gefi liðinu möguleika í seinni leiknum í Kaplakrika að viku liðinni. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir FH komið áfram í Evrópudeildinni FH-ingar eru komnir áfram í Evrópudeild UEFA eftir sigur, 0-1, á Eschen/Mauren í Liechtenstein í kvöld. FH vann rimmu liðanna 3-1 samtals. 12. júlí 2012 08:05 Íslensku liðunum ekki gengið vel gegn AIK FH mætir sænska félaginu AIK í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu á Råsunda leikvanginum í Solna annað kvöld. Þrívegis áður hafa íslensk lið reynt sig gegn sænska liðinu í Evrópukeppni án árangurs. 18. júlí 2012 20:45 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira
FH-ingar mæta AIK á Råsunda-leikvanginum í Solna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu ytra í dag. FH-ingar æfðu á vellinum í gær en Fréttablaðið náði tali af Heimi Guðjónssyni, þjálfara liðsins, að henni lokinni. „Þetta er frábær völlur sem tekur 36 þúsund manns. Ég tók eftir því að menn eru orðnir spenntir að taka þátt í þessu," sagði Heimir um Råsunda-leikvanginn. „Það fer hver að vera síðastur að spila á þessum glæsilega velli því hann verður rifinn eftir tímabilið. Það á að byggja nýjan leikvang sem tekur um 50 þúsund áhorfendur. Þetta er flott og allar aðstæður til fyrirmyndar." FH-ingar töpuðu nokkuð óvænt 3-1 gegn Valsmönnum í Pepsi-deild karla á sunnudagskvöldið. Heimir var ósáttur með sína menn í þeim leik. „Sá leikur var afgreiddur á mánudaginn. Það voru auðvitað vonbrigði að tapa honum en nú er ný áskorun að spila leik gegn sterku liði AIK. Liðið er vel skipulagt og með hættulega menn frammi. Þetta er verðugt verkefni fyrir FH," segir Heimir. Miðvörðurinn Freyr Bjarnason fór meiddur af velli í fyrri hálfleik gegn Valsmönnum og munaði um minna hjá FH-ingum. FH-ingar leiddu 1-0 þegar Freyr fór af velli en töpuðu eins og áður segir 3-1. „Við erum að tjasla honum saman. Hann var með á æfingunni svo ég reikna með því að hann verði leikfær á morgun. Aðrir eru heilir og allir klárir," segir Heimir sem hefur sé tvo leiki AIK liðsins á DVD-mynddiskum. „Það er ljóst að við erum að spila við sterkt lið og þurfum að verjast vel, vera klókir í varnarleiknum. En við þurfum líka að halda boltanum innan liðsins á ákveðnum tímapunktum. Það þýðir ekki að liggja í vörn í 90 mínútur og hlaupa. Við þurfum að stríða þeim sóknarlega líka. Við höfum öfluga menn í sóknarlínunni og eigum að geta strítt þeim þar," segir Heimir sem á ekki von á öðru en að íslenski landsliðsmaðurinn Helgi Valur Daníelsson verði í byrjunarliði Svíanna. Heimir lék með KR-ingum sem mættu AIK í Evrópukeppni bikarhafa árið 1996. Þá féll liðið úr keppni samanlagt 2-1. „Ef ég man þetta rétt töpuðum við fyrri leiknum heima 1-0. Vorum pínu klaufar að ná ekki jafntefli. Svo man ég að Gummi Ben skoraði frábært mark í leiknum úti og við áttum einhverja möguleika en tókst ekki að klára þá," segir Heimir og leggur áherslu á að fá úrslit sem gefi liðinu möguleika í seinni leiknum í Kaplakrika að viku liðinni.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir FH komið áfram í Evrópudeildinni FH-ingar eru komnir áfram í Evrópudeild UEFA eftir sigur, 0-1, á Eschen/Mauren í Liechtenstein í kvöld. FH vann rimmu liðanna 3-1 samtals. 12. júlí 2012 08:05 Íslensku liðunum ekki gengið vel gegn AIK FH mætir sænska félaginu AIK í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu á Råsunda leikvanginum í Solna annað kvöld. Þrívegis áður hafa íslensk lið reynt sig gegn sænska liðinu í Evrópukeppni án árangurs. 18. júlí 2012 20:45 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira
FH komið áfram í Evrópudeildinni FH-ingar eru komnir áfram í Evrópudeild UEFA eftir sigur, 0-1, á Eschen/Mauren í Liechtenstein í kvöld. FH vann rimmu liðanna 3-1 samtals. 12. júlí 2012 08:05
Íslensku liðunum ekki gengið vel gegn AIK FH mætir sænska félaginu AIK í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu á Råsunda leikvanginum í Solna annað kvöld. Þrívegis áður hafa íslensk lið reynt sig gegn sænska liðinu í Evrópukeppni án árangurs. 18. júlí 2012 20:45