Íslenska sundfólkið heldur áfram að gera frábæra hluti á Opna þýska meistaramótinu í sundi í Berlín. Í gær féllu 5 Íslandsmet á þriðja keppnisdegi mótsins.
Marinó Ingi Adolfsson úr ÍFR setti tvö Íslandsmet í flokki S8 og Jón Margeir Sverrisson úr Fjölni setti tvö Íslandsmet í flokki S14. Þá setti Thelma Björg Björnsdóttir úr ÍFR Íslandsmet í flokki S6.
Met gærdagsins:
Marinó Ingi Adolfsson, S8 400 skrið 5:53,25 mín
Marinó Ingi Adolfsson, S8 200 bak 3:13,07 mín
Jón Margeir Sverrisson, S14 400 skrið 4:23,69 mín
Jón Margeir Sverrisson, S14 50 skrið 0:26,15 mín
Thelma Björg Björnsdóttir, S6 200 bak 4:18,62 mín
Alls hafa 20 Íslandsmet fallið á fyrstu þremur keppnisdögunum.
Enn falla Íslandsmetin í Berlín

Tengdar fréttir

Átta Íslandsmet og önnur gullverðlaun Jóns Margeirs
Íslensku sundgarparnir á Opna þýska meistaramótinu gerðu sér lítið fyrir og settu átta Íslandsmet á öðrum keppnisdegi mótsins. Jón Margeir Sverrison nældi í sín önnur gullverðlaun á mótinu.

Jón Margeir fékk gull | Sex Íslandsmet á fyrsta keppnisdegi
Jón Margeir Sverrison, sundkappi úr Fjölni, vann í dag sigur í 200 metra skriðsundi í opnum flokki á Opna þýska meistaramótinu í sundi og setti nýtt Íslandsmet.