Hundrað milljónir evra til evrópskra félagsliða 2. júlí 2012 22:15 Barcelona á marga leikmenn á EM og fær dágóðan pening frá UEFA. Mynd/AFP Um það bil 580 knattspyrnufélög í öllum aðildarlöndum UEFA munu fá skerf af þeim fjármunum sem UEFA hefur aflað með úrslitakeppni EM sem lauk nýlega og fram fór í Póllandi og Úkraínu. Þetta er fjölgun um 400 félög frá árinu 2008, en þá var þessi fjöldi „einungis" 180. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. Í mars síðastliðnum undirrituðu UEFA og ECA (European Club Association) sem eru samtök knattspyrnufélaga í Evrópu, samkomulag sem felur í sér að heildarupphæðin sem dreifist á félögin er 100 milljón evrur eða rúmir 15,8 milljarðar íslenskra króna. Samkomulagið felur í sér að 40 milljónir fara til þeirra félaga sem áttu leikmenn í þeim landsliðum sem léku í undankeppninni fyrir úrslitakeppnina og hlýtur hvert félag þá upphæð í samræmi við fjölda leikmanna frá viðkomandi félagi. Þetta þýðir að þau knattspyrnufélög sem áttu leikmenn í landsliðshópum Íslands í leikjum í undankeppninni fá greiðslur. Hinar 60 milljónirnar fara þá til félagsliða sem áttu leikmenn í þeim 16 landsliðshópum sem voru í úrslitakeppninni í Póllandi og Úkraínu. UEFA mun kynna síðar hver nákvæm niðurstaða verður og er þá tekið tillit til ýmissa þátta, s.s. fjölda leikmanna, fjölda daga í úrslitakeppninni, styrkleikaröðun félagsliða í Evrópu, o.fl. Íslenski boltinn Mest lesið Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Fleiri fréttir Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ Sjá meira
Um það bil 580 knattspyrnufélög í öllum aðildarlöndum UEFA munu fá skerf af þeim fjármunum sem UEFA hefur aflað með úrslitakeppni EM sem lauk nýlega og fram fór í Póllandi og Úkraínu. Þetta er fjölgun um 400 félög frá árinu 2008, en þá var þessi fjöldi „einungis" 180. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. Í mars síðastliðnum undirrituðu UEFA og ECA (European Club Association) sem eru samtök knattspyrnufélaga í Evrópu, samkomulag sem felur í sér að heildarupphæðin sem dreifist á félögin er 100 milljón evrur eða rúmir 15,8 milljarðar íslenskra króna. Samkomulagið felur í sér að 40 milljónir fara til þeirra félaga sem áttu leikmenn í þeim landsliðum sem léku í undankeppninni fyrir úrslitakeppnina og hlýtur hvert félag þá upphæð í samræmi við fjölda leikmanna frá viðkomandi félagi. Þetta þýðir að þau knattspyrnufélög sem áttu leikmenn í landsliðshópum Íslands í leikjum í undankeppninni fá greiðslur. Hinar 60 milljónirnar fara þá til félagsliða sem áttu leikmenn í þeim 16 landsliðshópum sem voru í úrslitakeppninni í Póllandi og Úkraínu. UEFA mun kynna síðar hver nákvæm niðurstaða verður og er þá tekið tillit til ýmissa þátta, s.s. fjölda leikmanna, fjölda daga í úrslitakeppninni, styrkleikaröðun félagsliða í Evrópu, o.fl.
Íslenski boltinn Mest lesið Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Fleiri fréttir Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ Sjá meira