15 laxar á tvær stangir í Leirvogsá 3. júlí 2012 13:16 Á bökkum Leirvogsár. Mynd / GVA Þrátt fyrir að aðeins sé veitt á tvær stangir í Leirvogsá komu 15 laxar á land þegar áin var opnuð í fyrradag. Á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur er fullyrt að þetta sé næst besta byrjun sem lestu menn muni eftir. Stærsti fiskurinn vó 10 pund og veiddist hann í Helguhyl. Flestir laxanna veiddust þó í Brúarhyl en samkvæmt vef SVFR er fiskur víða í ánni. Veiðin í Leirvogsá var dræm á síðasta ári en þá veiddust 383 laxar og 55 sjóbirtingar sem er langt undir meðaltali síðustu fjögurra ára sem er yfir 700 laxar. Metveiði var í Leirvogsá sumarið 2008 þegar 1.191 laxar veiddust. Leirvogsá rennur úr Leirvogsvatni í Leiruvog í Faxaflóa. Áin er um það bil 12 kílómetra löng.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Góð fyrsta vika í veiðivötnum Veiði Erindi um stíflur og áhrif þeirra Veiði Sogið vill ala upp stórar bleikjur Veiði
Þrátt fyrir að aðeins sé veitt á tvær stangir í Leirvogsá komu 15 laxar á land þegar áin var opnuð í fyrradag. Á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur er fullyrt að þetta sé næst besta byrjun sem lestu menn muni eftir. Stærsti fiskurinn vó 10 pund og veiddist hann í Helguhyl. Flestir laxanna veiddust þó í Brúarhyl en samkvæmt vef SVFR er fiskur víða í ánni. Veiðin í Leirvogsá var dræm á síðasta ári en þá veiddust 383 laxar og 55 sjóbirtingar sem er langt undir meðaltali síðustu fjögurra ára sem er yfir 700 laxar. Metveiði var í Leirvogsá sumarið 2008 þegar 1.191 laxar veiddust. Leirvogsá rennur úr Leirvogsvatni í Leiruvog í Faxaflóa. Áin er um það bil 12 kílómetra löng.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Góð fyrsta vika í veiðivötnum Veiði Erindi um stíflur og áhrif þeirra Veiði Sogið vill ala upp stórar bleikjur Veiði