Viðskipti erlent

Telja að Spánn þurfi neyðaraðstoð á næstunni

Þrátt fyrir að fjármálaráðherra Spánar hafi þvertekið fyrir það í gærkvöldi að Spánn þyrfti á neyðaraðstoð að halda frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu eru flestir sérfræðingar sammála um að slíkt muni gerast á næstunni.

Er þá einkum horft til þess að vextir á spænskum ríkisskuldabréfum eru komnir yfir 7% og teljast skuldirnar þar með ósjálfbærar.

Þær björgunaraðgerðir sem nýlega var gripið til fyrir spænska bankakerfið dugi einfaldlega ekki til að rétta við efnahag landsins enda taki þær aðgerðir ekki á vandanum í ríkisfjármálum Spánar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×