Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Svavar Hávarðsson skrifar 21. júní 2012 11:35 Svona byrjaði þetta í gær. Ásgeir Heiðar losar úr fyrsta laxi sumarsins sem voru orðnir 31 áður en dagur rann. Mynd/GVA Nú liggur fyrir að Elliðaárnar skiluðu 31 laxi á fyrsta degi, og er það mjög til efs að hægt sé að finna betri opnun í ánni í seinni tíð. Eins og Veiðivísir sagði frá í gær veiddust 16 laxar á fyrstu vaktinni og fjórir bættust við fyrsta klukkutímann á seinni vaktinni. Eftir það hefur flugan komið sterk inn því svo háar veiðitölur útiloka að fleiri en 16 laxar hafi veiðst á maðk. Hafa ber hugfast að þetta er veiði á aðeins fjórar stangir. Þetta er sirka tvöfaldur kvótinn á allar stangirnar!! Tölur frá Þorsteini Þorsteinssyni frá Skálpastöðum vekja líka athygli hvað varðar Brennuna í Hvítá, sem eru ármót Þverár og Kjarrár. Ármótin hafa gefið sjö löxum meira en árnar; 47 á móti 40. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Úthlutun lokið hjá SVFR Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Ekkert að frétta úr Vífilsstaðavatni Veiði Ytri Rangá ennþá frekar róleg Veiði
Nú liggur fyrir að Elliðaárnar skiluðu 31 laxi á fyrsta degi, og er það mjög til efs að hægt sé að finna betri opnun í ánni í seinni tíð. Eins og Veiðivísir sagði frá í gær veiddust 16 laxar á fyrstu vaktinni og fjórir bættust við fyrsta klukkutímann á seinni vaktinni. Eftir það hefur flugan komið sterk inn því svo háar veiðitölur útiloka að fleiri en 16 laxar hafi veiðst á maðk. Hafa ber hugfast að þetta er veiði á aðeins fjórar stangir. Þetta er sirka tvöfaldur kvótinn á allar stangirnar!! Tölur frá Þorsteini Þorsteinssyni frá Skálpastöðum vekja líka athygli hvað varðar Brennuna í Hvítá, sem eru ármót Þverár og Kjarrár. Ármótin hafa gefið sjö löxum meira en árnar; 47 á móti 40. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Úthlutun lokið hjá SVFR Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Ekkert að frétta úr Vífilsstaðavatni Veiði Ytri Rangá ennþá frekar róleg Veiði