Fótbolti

Forseti Barcelona vildi selja stjörnur liðsins

Rosell hafði ekki trú á Xavi á sínum tíma
Rosell hafði ekki trú á Xavi á sínum tíma
Sandro Rosell, forseti Barcelona, og Joan Laporta, fyrrum forseti félagsins, hafa verið duglegir að rífast á síðum spænsku blaðanna síðustu mánuði og sér ekki fyrir endann á því rifrildi.

Nýjasta útspilið kemur frá Laporta þar sem hann sakar Rosell um að hafa ætlað að selja stjörnur liðsins.

Rosell var aðalráðgjafi Laporta árið 2003 er Laporta var í forsetakosningum.

"Rosell vildi selja Carles Puyol, Xavi og Victor Valdes," sagði Laporta en hann hefur augastað á forsetastólnum á nýjan leik.

"Rosell er hræddur af því ég hef áhuga á að koma aftur. Það er það síðasta sem hann vill sjá gerast."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×