100 sentímetra lax í Selá; Góð opnun í Hofsá Trausti Hafliðason skrifar 25. júní 2012 13:10 Jóhannes Baldursson með 20+ punda fisk sem kom af Fossbreiðunni í Selá Alls komu 13 laxar á land þegar Hofsá var opnuð í gær þar af fékk Vigfús Orrason átta laxa á sína stöng. Orri Vigfússon, faðir Vigfúsar og leigutaki, segir að opnunin í Hofsá sé ábyggilega einhver sú besta í mörg ár. Þá hafi menn haft á orði að lax sé á öllum svæðum í ánni. Í Selá hafa veiðst um 30 laxar, þar af veiddust átta í gærkvöldi. Andrey V. Tsyganov, sendiherra Rússlands á Íslandi, var við veiðar í ánni í gær og fékk hann þrjá laxa. Þá landaði Jóhannes Baldursson 100 sentímetra laxi sem er sennilega stærsti lax sumarsins til þessa. Stórlaxinn veiddist á Fossbreiðu og tók Sunray Shadow flugu sem var hnýtt í sérstakri útgáfu Helga Þorsteinssonar.Stórlax í Aðaldal og einn tók púpu í Fljótaá Annar stórlax kom á land á Núpasvæðinu í Aðaldal en þar veiddi Róbert Haraldsson 95 sentímetra lax á Laxatanga. Í Fljótaá hefur bleikjuveiðin verið með miklum ágætum. Þá kom fyrsti laxinn í Fljótaá einnig á land um helgina. Sá var 85 sentímetrar og veiddist hann á púpu á sveiðisvæði 4. trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði 110 sm lax úr Laxá í Aðaldal í morgun Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Sogið vill ala upp stórar bleikjur Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Góð fyrsta vika í veiðivötnum Veiði
Alls komu 13 laxar á land þegar Hofsá var opnuð í gær þar af fékk Vigfús Orrason átta laxa á sína stöng. Orri Vigfússon, faðir Vigfúsar og leigutaki, segir að opnunin í Hofsá sé ábyggilega einhver sú besta í mörg ár. Þá hafi menn haft á orði að lax sé á öllum svæðum í ánni. Í Selá hafa veiðst um 30 laxar, þar af veiddust átta í gærkvöldi. Andrey V. Tsyganov, sendiherra Rússlands á Íslandi, var við veiðar í ánni í gær og fékk hann þrjá laxa. Þá landaði Jóhannes Baldursson 100 sentímetra laxi sem er sennilega stærsti lax sumarsins til þessa. Stórlaxinn veiddist á Fossbreiðu og tók Sunray Shadow flugu sem var hnýtt í sérstakri útgáfu Helga Þorsteinssonar.Stórlax í Aðaldal og einn tók púpu í Fljótaá Annar stórlax kom á land á Núpasvæðinu í Aðaldal en þar veiddi Róbert Haraldsson 95 sentímetra lax á Laxatanga. Í Fljótaá hefur bleikjuveiðin verið með miklum ágætum. Þá kom fyrsti laxinn í Fljótaá einnig á land um helgina. Sá var 85 sentímetrar og veiddist hann á púpu á sveiðisvæði 4. trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði 110 sm lax úr Laxá í Aðaldal í morgun Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Sogið vill ala upp stórar bleikjur Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Góð fyrsta vika í veiðivötnum Veiði