Logi Bergmann Eiðsson og Þorsteinn Hallgrímsson eru með ýmsar skemmtilega „leiki" og þrautir í golfþættinum Tvöföldum skolla sem sýndur er á Stöð 2 sport. Þeir fengu þrjá afrekskylfinga til þess að spreyta sig á „blindu" höggi á fyrstu braut á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ.
Andri Þór Björnsson úr GR, Magnús Lárusson úr Kili Mosfellsbæ og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili reyndu sig við þetta skemmtilega högg – og að sjálfsögðu reyndu þeir Logi og Þorsteinn sig við þessa þraut.
Golf