Spánn óskar formlega eftir fjárhagsaðstoð Höskuldur Kári Schram skrifar 25. júní 2012 19:11 Spánverjar óskuðu í dag eftir neyðaraðstoð frá Evrópusambandinu til að bjarga bankakerfi landsins frá hruni. Sérfræðingar telja að Spánverjar þurfi hundrað milljarða evra til að halda bankakerfinu á floti eða sem nemur um sextán þúsund milljörðum króna. Efnahagsmálaráðherra Spánar sendi formlega beiðni um neyðarlán til Jean Claude Junckers, formanns Evruhópsins í morgun, en í bréfinu er ekki farið fram á ákveðna upphæð. Spánverjar vonast til þess að hægt verði að ganga frá láninu í byrjun næsta mánaðar en sjálfir telja þeir að sextíu millljarðar evra muni duga til að bjarga bankakerfinu. Spánverjar hafa gengið í gegnum miklar efnahagsþrengingar á síðustu misserum. Atvinnuleysi er nú í kringum tuttugu og fimm prósent og spáð er áframhaldandi samdrætti á þessu ári. „Mér finnst jákvætt að verið sé að bjarga bönkunum. Það er nauðsynlegt. Ég held samt að það ætti að draga mennina sem ollu þessu öllu til ábyrgðar, en nú hafa þeir allir skotið sér undan," segir Nicolas Saranana, viðskiptavinur Bankia. „Þetta er hörmung. Það ætti að reka alla stjórnmálamenn burt og rýma til fyrir einhverja sem skilur þetta allt saman. Þeir ættu ekki að ræna svona mikið," segir ónefnd kona sem lifir í Madrid. Leiðtogar evrópusambandsríkja koma saman til fundar í Brussel á fimmtudag til að ræða skuldavanda evruríkjanna. Verulegar verðlækkanir urðu á hlutabréfamörkuðum á Ítalíu og Spáni í dag en fjárfestar óttast að leitogarnir nái ekki samkomulagi um að aðgerðir til að draga úr vandanum. Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Spánverjar óskuðu í dag eftir neyðaraðstoð frá Evrópusambandinu til að bjarga bankakerfi landsins frá hruni. Sérfræðingar telja að Spánverjar þurfi hundrað milljarða evra til að halda bankakerfinu á floti eða sem nemur um sextán þúsund milljörðum króna. Efnahagsmálaráðherra Spánar sendi formlega beiðni um neyðarlán til Jean Claude Junckers, formanns Evruhópsins í morgun, en í bréfinu er ekki farið fram á ákveðna upphæð. Spánverjar vonast til þess að hægt verði að ganga frá láninu í byrjun næsta mánaðar en sjálfir telja þeir að sextíu millljarðar evra muni duga til að bjarga bankakerfinu. Spánverjar hafa gengið í gegnum miklar efnahagsþrengingar á síðustu misserum. Atvinnuleysi er nú í kringum tuttugu og fimm prósent og spáð er áframhaldandi samdrætti á þessu ári. „Mér finnst jákvætt að verið sé að bjarga bönkunum. Það er nauðsynlegt. Ég held samt að það ætti að draga mennina sem ollu þessu öllu til ábyrgðar, en nú hafa þeir allir skotið sér undan," segir Nicolas Saranana, viðskiptavinur Bankia. „Þetta er hörmung. Það ætti að reka alla stjórnmálamenn burt og rýma til fyrir einhverja sem skilur þetta allt saman. Þeir ættu ekki að ræna svona mikið," segir ónefnd kona sem lifir í Madrid. Leiðtogar evrópusambandsríkja koma saman til fundar í Brussel á fimmtudag til að ræða skuldavanda evruríkjanna. Verulegar verðlækkanir urðu á hlutabréfamörkuðum á Ítalíu og Spáni í dag en fjárfestar óttast að leitogarnir nái ekki samkomulagi um að aðgerðir til að draga úr vandanum.
Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira