Spánn óskar formlega eftir fjárhagsaðstoð Höskuldur Kári Schram skrifar 25. júní 2012 19:11 Spánverjar óskuðu í dag eftir neyðaraðstoð frá Evrópusambandinu til að bjarga bankakerfi landsins frá hruni. Sérfræðingar telja að Spánverjar þurfi hundrað milljarða evra til að halda bankakerfinu á floti eða sem nemur um sextán þúsund milljörðum króna. Efnahagsmálaráðherra Spánar sendi formlega beiðni um neyðarlán til Jean Claude Junckers, formanns Evruhópsins í morgun, en í bréfinu er ekki farið fram á ákveðna upphæð. Spánverjar vonast til þess að hægt verði að ganga frá láninu í byrjun næsta mánaðar en sjálfir telja þeir að sextíu millljarðar evra muni duga til að bjarga bankakerfinu. Spánverjar hafa gengið í gegnum miklar efnahagsþrengingar á síðustu misserum. Atvinnuleysi er nú í kringum tuttugu og fimm prósent og spáð er áframhaldandi samdrætti á þessu ári. „Mér finnst jákvætt að verið sé að bjarga bönkunum. Það er nauðsynlegt. Ég held samt að það ætti að draga mennina sem ollu þessu öllu til ábyrgðar, en nú hafa þeir allir skotið sér undan," segir Nicolas Saranana, viðskiptavinur Bankia. „Þetta er hörmung. Það ætti að reka alla stjórnmálamenn burt og rýma til fyrir einhverja sem skilur þetta allt saman. Þeir ættu ekki að ræna svona mikið," segir ónefnd kona sem lifir í Madrid. Leiðtogar evrópusambandsríkja koma saman til fundar í Brussel á fimmtudag til að ræða skuldavanda evruríkjanna. Verulegar verðlækkanir urðu á hlutabréfamörkuðum á Ítalíu og Spáni í dag en fjárfestar óttast að leitogarnir nái ekki samkomulagi um að aðgerðir til að draga úr vandanum. Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Spánverjar óskuðu í dag eftir neyðaraðstoð frá Evrópusambandinu til að bjarga bankakerfi landsins frá hruni. Sérfræðingar telja að Spánverjar þurfi hundrað milljarða evra til að halda bankakerfinu á floti eða sem nemur um sextán þúsund milljörðum króna. Efnahagsmálaráðherra Spánar sendi formlega beiðni um neyðarlán til Jean Claude Junckers, formanns Evruhópsins í morgun, en í bréfinu er ekki farið fram á ákveðna upphæð. Spánverjar vonast til þess að hægt verði að ganga frá láninu í byrjun næsta mánaðar en sjálfir telja þeir að sextíu millljarðar evra muni duga til að bjarga bankakerfinu. Spánverjar hafa gengið í gegnum miklar efnahagsþrengingar á síðustu misserum. Atvinnuleysi er nú í kringum tuttugu og fimm prósent og spáð er áframhaldandi samdrætti á þessu ári. „Mér finnst jákvætt að verið sé að bjarga bönkunum. Það er nauðsynlegt. Ég held samt að það ætti að draga mennina sem ollu þessu öllu til ábyrgðar, en nú hafa þeir allir skotið sér undan," segir Nicolas Saranana, viðskiptavinur Bankia. „Þetta er hörmung. Það ætti að reka alla stjórnmálamenn burt og rýma til fyrir einhverja sem skilur þetta allt saman. Þeir ættu ekki að ræna svona mikið," segir ónefnd kona sem lifir í Madrid. Leiðtogar evrópusambandsríkja koma saman til fundar í Brussel á fimmtudag til að ræða skuldavanda evruríkjanna. Verulegar verðlækkanir urðu á hlutabréfamörkuðum á Ítalíu og Spáni í dag en fjárfestar óttast að leitogarnir nái ekki samkomulagi um að aðgerðir til að draga úr vandanum.
Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira