Fulltrúar eignarhaldsfélagsins ST2012, Héraðssambands Vestfirðinga og Ísafjarðarbæjar hafa skrifað undir samning um eignarhald á fyrirhugaðri stúkubyggingu við Torfnesvöll, knattspyrnuvöll Ísafjarðarbæjar. Þetta kemur fram á fréttavefnum Bæjarins besta.
Karlalið BÍ/Bolungarvík leikur í 1. deild og gaf Knattspyrnusamband Íslands félaginu frest til 15. júlí til þess að byggja stúku og uppfylla þar með leyfiskerfi sambandsins. Ljóst er að stúkan verður ekki fullkláruð fyrir þann tíma en reiknað er með því að hún rísi í september.
Í samningnum er gert ráð fyrir að Ísafjarðarbær eignist mannvirkið þegar fyrsta áfanga lýkur. Í áfanganum á að steypa 540 sæta áhorfendastúku, 55,4 metra langa og 11,4 metra breiða. Ganga á frá stúkunni að utan og gera innra rými fokhelt. Skotíþróttafélag Ísafjarðarbæjar mun hafa aðstöðu í húsnæðinu.
Nánar um málið á vef Bæjarins besta, sjá hér.
Stúka mun rísa á Ísafirði
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


Sniðganga var rædd innan HSÍ
Handbolti




Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu
Íslenski boltinn

„Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“
Íslenski boltinn

Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju
Enski boltinn


Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker
Íslenski boltinn