Laxinn gefur sig í Svarthöfða í Borgarfirði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 29. júní 2012 08:15 Þrír flottir úr Svarthöfða um miðja þessa viku. Mynd/Ingi Rafn Sigurðsson "Laxarnir tóku á stóra rauða frances flugu sem þó leit út eins og þýsk snælda," segir Ingi Rafn Sigurðsson sem lauk veiðum í Svarthöfða í Borgarfirði á miðvikudag og landaði tveimur löxum. Sigurður Pétursson frá Hellum í Bæjarsveit, faðir Inga, veiddi einn lax og missti tvo. Systir Inga missti hins vegar alla þrjá laxana sem hún setti í. Þótt Svarthöfði sé annálaður stórlaxastaður voru fiskarnir sem fjölskyldan veiddi að þessu sinni engir risar. Þeir voru á bilinu 4,2 til 6,0 pund. Svarthöfði er niður af ósum Flókadals- og Reykjadalsár þar sem árnar tvær renna í Hvítá. Stangveiði Mest lesið Síðasta skemmtikvöld SVFR Veiði Misvísandi skilaboð frá LV varðandi útboð og hækkanir Veiði Verðlækkun í Rússnesku ánum Veiði Federal skotin loksins fáanleg aftur á Íslandi Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði 57 laxar gengnir í gegnum teljarann í Elliðaánum Veiði Tarantino tók maríulaxinn í Hítará Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Sprenging í umsóknum um Elliðaárnar Veiði Skemmtikvöld SVFK 9. desember Veiði
"Laxarnir tóku á stóra rauða frances flugu sem þó leit út eins og þýsk snælda," segir Ingi Rafn Sigurðsson sem lauk veiðum í Svarthöfða í Borgarfirði á miðvikudag og landaði tveimur löxum. Sigurður Pétursson frá Hellum í Bæjarsveit, faðir Inga, veiddi einn lax og missti tvo. Systir Inga missti hins vegar alla þrjá laxana sem hún setti í. Þótt Svarthöfði sé annálaður stórlaxastaður voru fiskarnir sem fjölskyldan veiddi að þessu sinni engir risar. Þeir voru á bilinu 4,2 til 6,0 pund. Svarthöfði er niður af ósum Flókadals- og Reykjadalsár þar sem árnar tvær renna í Hvítá.
Stangveiði Mest lesið Síðasta skemmtikvöld SVFR Veiði Misvísandi skilaboð frá LV varðandi útboð og hækkanir Veiði Verðlækkun í Rússnesku ánum Veiði Federal skotin loksins fáanleg aftur á Íslandi Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði 57 laxar gengnir í gegnum teljarann í Elliðaánum Veiði Tarantino tók maríulaxinn í Hítará Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Sprenging í umsóknum um Elliðaárnar Veiði Skemmtikvöld SVFK 9. desember Veiði