Laxavon á silungasvæði Breiðdalsár Trausti Hafliðason skrifar 29. júní 2012 08:30 Frá Breiðdalsá. Mynd / Veiðiþjónustan Strengir Á Veiðivísi hefur töluvert verið fjallað um ódýr laxveiðileyfi undanfarnar vikur. Á silungasvæðinu í Breiðdalsá er ágætis laxavon. Síðasta sumar komu 60 laxar á land á þessu svæði en auk þess veiddust ríflega 300 silungar - urriðar, sjóbirtingar og sjóbleikjur. Á svæðinu eru fjórar stangir. Í júlí og til loka september kostar stöngin á þessu svæði tæplega 25 þúsund krónur og fylgir gott veiðihús með uppábúnum rúmum, þar sem 6 til 8 manns geta gist. Veiðisvæðið sem um ræðir er víðfemt og síbreytilegt. Frá 1. júlí og út veiðitímann færist veiðin ofar en í vorveiðinni og efra svæðið í Norðurdal kemur en auk þess að veiða í Breiðdalsá er leyfilegt að veiða í Norðurdalsá. Þá eykst laxavonin að sjálfsögðu eftir því sem líður á sumarið. Leyfilegt er að veiða á flugu og spún. Hirða má tvo laxa á stöng á dag en sleppa verður öllum laxi sem er 70 sentímetrar eða stærri. Hægt er að nálgast frekar upplýsingar á vefsíðu Veiðiþjónustunnar Strengja. Fyrir skömmu fjallaði Veiðivísir um ódýr laxveiðileyfi og var þar bent á 18 ódýrar laxveiðiár. Greinina má lesa hér. trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Úthlutun lokið hjá SVFR Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Ekkert að frétta úr Vífilsstaðavatni Veiði Ytri Rangá ennþá frekar róleg Veiði
Á Veiðivísi hefur töluvert verið fjallað um ódýr laxveiðileyfi undanfarnar vikur. Á silungasvæðinu í Breiðdalsá er ágætis laxavon. Síðasta sumar komu 60 laxar á land á þessu svæði en auk þess veiddust ríflega 300 silungar - urriðar, sjóbirtingar og sjóbleikjur. Á svæðinu eru fjórar stangir. Í júlí og til loka september kostar stöngin á þessu svæði tæplega 25 þúsund krónur og fylgir gott veiðihús með uppábúnum rúmum, þar sem 6 til 8 manns geta gist. Veiðisvæðið sem um ræðir er víðfemt og síbreytilegt. Frá 1. júlí og út veiðitímann færist veiðin ofar en í vorveiðinni og efra svæðið í Norðurdal kemur en auk þess að veiða í Breiðdalsá er leyfilegt að veiða í Norðurdalsá. Þá eykst laxavonin að sjálfsögðu eftir því sem líður á sumarið. Leyfilegt er að veiða á flugu og spún. Hirða má tvo laxa á stöng á dag en sleppa verður öllum laxi sem er 70 sentímetrar eða stærri. Hægt er að nálgast frekar upplýsingar á vefsíðu Veiðiþjónustunnar Strengja. Fyrir skömmu fjallaði Veiðivísir um ódýr laxveiðileyfi og var þar bent á 18 ódýrar laxveiðiár. Greinina má lesa hér. trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Úthlutun lokið hjá SVFR Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Ekkert að frétta úr Vífilsstaðavatni Veiði Ytri Rangá ennþá frekar róleg Veiði