Egils Gull mótið: Berglind stóðst áhlaup Sunnu og vann í Eyjum Sigurður Elvar Þórólfsson í Vestmannaeyjum skrifar 10. júní 2012 13:38 Berglind Björnsdóttir. Mynd/Golfsamband Íslands/Stefán Berglind Björnsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur sigraði á Egils Gull mótinu í golfi í kvennaflokki en keppt er í Vestmannaeyjum. Berglind, sem er tvítug, lék hringina þrjá á 11 höggum yfir pari vallar en Sunna Víðisdóttir varð önnur á 11 höggum yfir pari. Sunn lék frábært golf í dag og lék hún á 67 höggum eða -3 og var það besti hringurinn í kvennaflokknum á þessu móti. Signý Arnórsdóttir úr Keili varð þriðja á 14 höggum yfir pari.Berglind Björnsdóttir lék lokahringinn í dag á 72 höggum eða +2 og hún átti fínan hring í gær í erfiðum aðstæðum þar sem hún lék á 71 höggi. Mikið hvassviðri setti svip sinn á skor keppenda á fyrsta hringnum snemma á laugardaginn og þar lék Berglind á 78 höggum. „Þetta var bara verkefni að glíma við þetta veður," sagði Berglind við Vísi í dag en hún hefur aldrei áður sigrað á stigamótaröð Eimskips. „Ég vissi ekkert hvernig staðan var, ég var bara þarna úti að reyna að ná góðu skori," sagði Berglind en hún er með 1,4 í forgjöf og stundar háskólanám í Bandaríkjunum samhliða golfinu. „Ég er á mínu fyrsta ári í skóla í Norður-Karólínu og það gekk bara vel. Það er mikill munur að fá tækifæri til þess að leika golf við bestu aðstæður yfir vetrartímann. Markmiðið er að lækka forgjöfina í sumar og komast undir 0 í forgjöf. Ég reyndi að nýta mér það á þessu móti það sem ég hef lært úti í Bandaríkjunum. Ég er of kröfuhörð við sjálfa mig þegar mér hefur gengið illa – í stað þess að njóta þess að spila. Eitt af markmiðum sumarsins er að ná betra jafnvægi í leik minn," sagði Berglind Björnsdóttir.Sunna Víðasdóttir er 18 ára gömul og leikur fyrir GR. Hún átti fínan lokahring og gerði atlögu að efsta sætinu með því að leika á 67 höggum eða -3. „Ég klúðraði þessu á fyrsta hringnum þar sem flest fór úrskeiðis þrátt fyrir að vera með 5 fugla. Það er svekkjandi að hafa ekki náð að landa þessu," sagði Sunna en hún hefur sigrað á tveimur stigamótum á ferlinum á Eimskipsmótaröðinni. „Það er meiri breidd en áður í golfinu og við erum margar sem getum unnið," sagði Sunna en hún ætlar í háskólanám í vetur í Bandaríkjunum líkt og svo margir aðrir íslenskir afrekskylfingar. „Ég var að klára þriðja árið í Verslunarskólanum en ég ætla bara að drífa mig út," sagði Sunna Víðisdóttir.Lokastaðan í kvennaflokki á Egils Gull mótinu: 1. Berglind Björnsdóttir, GR +11 2. Sunna Víðisdóttir, GR +12 3. Signý Arnórsdóttir, GK +14 4. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR +18 5. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK +19 6. Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO +21 7. Guðrún Pétursdóttir, GR +23 7. Tinna Jóhannsdóttir, GK +23 7. Ragna Björk Ólafsdóttir, GKG +23 10. Ingunn Gunnarsdóttir, GKG +24 Golf Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Berglind Björnsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur sigraði á Egils Gull mótinu í golfi í kvennaflokki en keppt er í Vestmannaeyjum. Berglind, sem er tvítug, lék hringina þrjá á 11 höggum yfir pari vallar en Sunna Víðisdóttir varð önnur á 11 höggum yfir pari. Sunn lék frábært golf í dag og lék hún á 67 höggum eða -3 og var það besti hringurinn í kvennaflokknum á þessu móti. Signý Arnórsdóttir úr Keili varð þriðja á 14 höggum yfir pari.Berglind Björnsdóttir lék lokahringinn í dag á 72 höggum eða +2 og hún átti fínan hring í gær í erfiðum aðstæðum þar sem hún lék á 71 höggi. Mikið hvassviðri setti svip sinn á skor keppenda á fyrsta hringnum snemma á laugardaginn og þar lék Berglind á 78 höggum. „Þetta var bara verkefni að glíma við þetta veður," sagði Berglind við Vísi í dag en hún hefur aldrei áður sigrað á stigamótaröð Eimskips. „Ég vissi ekkert hvernig staðan var, ég var bara þarna úti að reyna að ná góðu skori," sagði Berglind en hún er með 1,4 í forgjöf og stundar háskólanám í Bandaríkjunum samhliða golfinu. „Ég er á mínu fyrsta ári í skóla í Norður-Karólínu og það gekk bara vel. Það er mikill munur að fá tækifæri til þess að leika golf við bestu aðstæður yfir vetrartímann. Markmiðið er að lækka forgjöfina í sumar og komast undir 0 í forgjöf. Ég reyndi að nýta mér það á þessu móti það sem ég hef lært úti í Bandaríkjunum. Ég er of kröfuhörð við sjálfa mig þegar mér hefur gengið illa – í stað þess að njóta þess að spila. Eitt af markmiðum sumarsins er að ná betra jafnvægi í leik minn," sagði Berglind Björnsdóttir.Sunna Víðasdóttir er 18 ára gömul og leikur fyrir GR. Hún átti fínan lokahring og gerði atlögu að efsta sætinu með því að leika á 67 höggum eða -3. „Ég klúðraði þessu á fyrsta hringnum þar sem flest fór úrskeiðis þrátt fyrir að vera með 5 fugla. Það er svekkjandi að hafa ekki náð að landa þessu," sagði Sunna en hún hefur sigrað á tveimur stigamótum á ferlinum á Eimskipsmótaröðinni. „Það er meiri breidd en áður í golfinu og við erum margar sem getum unnið," sagði Sunna en hún ætlar í háskólanám í vetur í Bandaríkjunum líkt og svo margir aðrir íslenskir afrekskylfingar. „Ég var að klára þriðja árið í Verslunarskólanum en ég ætla bara að drífa mig út," sagði Sunna Víðisdóttir.Lokastaðan í kvennaflokki á Egils Gull mótinu: 1. Berglind Björnsdóttir, GR +11 2. Sunna Víðisdóttir, GR +12 3. Signý Arnórsdóttir, GK +14 4. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR +18 5. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK +19 6. Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO +21 7. Guðrún Pétursdóttir, GR +23 7. Tinna Jóhannsdóttir, GK +23 7. Ragna Björk Ólafsdóttir, GKG +23 10. Ingunn Gunnarsdóttir, GKG +24
Golf Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira