Sunna Víðisdóttir, GR, bætti um helgina níu ára gamalt vallarmet Ragnhildar Sigurðardóttur þegar hún lék lokahringinn á Egils Gulls-mótinu á 67 höggum í gær.
Gamla metið var 68 högg en Ragnhildur setti það á stigamóti GSÍ þann 26. júlí árið 2003. Sunna fékk fimm fugla í gær og tvo skolla.
Þessi glæsilegi hringur dugði þó Sunnu ekki til sigurs á mótinu en hún varð önnur á samtals tólf höggum yfir pari, einu höggi á eftir Berglindi Björnsdóttur, GR. Sunna hefur þó þegar unnið tvö mót á Eimskipsmótaröðinni á ferlinum.
