Veiði að glæðast í Straumunum 11. júní 2012 13:21 Við Hvítá í Borgarfirði. Veiðisvæðið Straumar er þarna skammt fyrir ofan. Mynd /Trausti Hafliðason Sex laxar hafa veiðst í Straumunum í Hvítá í Borgarfirði, en veiði hófst á svæðinu þann 5. júní. Þetta kemur fram á vef SVFR. "Við náðum tali af Jóni Hermannssyni sem stóð á bakkanum i morgun og sagði hann tvo laxa hafa fengist seinnipartinn í gær," segir á vef SVFR. "Annar var smálax um sex pundin, hinn var níu pund. Í veiðibók voru þá komnir sex laxar - hinir fjórir veiddust þann 8.júní og voru að tíu pundum að þyngd." Á vef SVFR segir að ekkert hafi veiðst fyrstu þrjá dagana í Straumum. Líklega megi rekja það til þess að þá daga var stórstreymt en það er ekkert sérlega hagstætt á þessu veiðisvæði. Í stórstreymi flæðir upp fyrir Straumklöpp svæðið verður illa veiðanlegt. "Nú fer straumur hins vegar smækkandi og hagur veiðimanna vænkast í Straumunum. Við erum því nokkuð bjartsýn fyrir hönd þeirra sem eiga daga á næstunni," segir á vef SVFR. Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði 110 sm lax úr Laxá í Aðaldal í morgun Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Sogið vill ala upp stórar bleikjur Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Góð fyrsta vika í veiðivötnum Veiði
Sex laxar hafa veiðst í Straumunum í Hvítá í Borgarfirði, en veiði hófst á svæðinu þann 5. júní. Þetta kemur fram á vef SVFR. "Við náðum tali af Jóni Hermannssyni sem stóð á bakkanum i morgun og sagði hann tvo laxa hafa fengist seinnipartinn í gær," segir á vef SVFR. "Annar var smálax um sex pundin, hinn var níu pund. Í veiðibók voru þá komnir sex laxar - hinir fjórir veiddust þann 8.júní og voru að tíu pundum að þyngd." Á vef SVFR segir að ekkert hafi veiðst fyrstu þrjá dagana í Straumum. Líklega megi rekja það til þess að þá daga var stórstreymt en það er ekkert sérlega hagstætt á þessu veiðisvæði. Í stórstreymi flæðir upp fyrir Straumklöpp svæðið verður illa veiðanlegt. "Nú fer straumur hins vegar smækkandi og hagur veiðimanna vænkast í Straumunum. Við erum því nokkuð bjartsýn fyrir hönd þeirra sem eiga daga á næstunni," segir á vef SVFR.
Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði 110 sm lax úr Laxá í Aðaldal í morgun Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Sogið vill ala upp stórar bleikjur Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Góð fyrsta vika í veiðivötnum Veiði