Er lukka Schumacher á þrotum? Birgir Þór Harðarson skrifar 12. júní 2012 19:45 Mercedes getur ekki útskýrt hvers vegna bíll Schumachers bilar hvað eftir annað. Ætli lukka hans sé á þrotum? nordicphotos/afp Mercedes-liðið í Formúlu 1 leggur nú alla stund á að reyna að leysa vandamál Michael Schumacher. Heimsmeistarinn sjöfaldi hefur átt gríðarlega erfitt tímabil þrátt fyrir að hafa samkeppnishæfa græju í höndunum. Schumacher hefur aðeins skorað tvö stig í fyrstu sjö mótum ársins. Liðsfélagi hans er fimmti í stigabaráttunni með 67 stig og einn sigur í Kína. Vel getur verið að lukka Schumacher sé á þrotum. Í mótum ársins hefur Schumacher þurft að glíma við gírkassavandamál í Ástralíu, laust hjól eftir viðgerðarhlé í Kína, DRS vandræði í Barein, eldsneytisþrýstingstap í Mónakó og svo festist DRS vængurinn í uppréttri stöðu um síðustu helgi í Kanada. Allt eru þetta vélræn vandamál sem Schumacher hefur lítið með að gera sjálfur sem ökuþór. Ross Brawn, liðstjóri Mercedes-liðsins, segir enga augljósa skýringu á þessari óheppni meistarans. Sérstaklega eru vandræðin ömurleg því Nico Rosberg, liðsfélagi Schumachers, er einn fárra sem klárað hefur alla hringi í mótum ársins. "Báðir bílarnir eru smíðaðir eftir nákvæmlega sömu reglum og aðferðum," segir Brawn. "Þessi vandræði með bíl Schumachers eru að skaða stöðu okkar í heimsmeistarabaráttunni. Því fær þetta vandamál algeran forgang." Formúla Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Fótbolti Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Sport Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Mercedes-liðið í Formúlu 1 leggur nú alla stund á að reyna að leysa vandamál Michael Schumacher. Heimsmeistarinn sjöfaldi hefur átt gríðarlega erfitt tímabil þrátt fyrir að hafa samkeppnishæfa græju í höndunum. Schumacher hefur aðeins skorað tvö stig í fyrstu sjö mótum ársins. Liðsfélagi hans er fimmti í stigabaráttunni með 67 stig og einn sigur í Kína. Vel getur verið að lukka Schumacher sé á þrotum. Í mótum ársins hefur Schumacher þurft að glíma við gírkassavandamál í Ástralíu, laust hjól eftir viðgerðarhlé í Kína, DRS vandræði í Barein, eldsneytisþrýstingstap í Mónakó og svo festist DRS vængurinn í uppréttri stöðu um síðustu helgi í Kanada. Allt eru þetta vélræn vandamál sem Schumacher hefur lítið með að gera sjálfur sem ökuþór. Ross Brawn, liðstjóri Mercedes-liðsins, segir enga augljósa skýringu á þessari óheppni meistarans. Sérstaklega eru vandræðin ömurleg því Nico Rosberg, liðsfélagi Schumachers, er einn fárra sem klárað hefur alla hringi í mótum ársins. "Báðir bílarnir eru smíðaðir eftir nákvæmlega sömu reglum og aðferðum," segir Brawn. "Þessi vandræði með bíl Schumachers eru að skaða stöðu okkar í heimsmeistarabaráttunni. Því fær þetta vandamál algeran forgang."
Formúla Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Fótbolti Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Sport Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira