NBA í nótt: Oklahoma tók forystu gegn Miami Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. júní 2012 09:00 Russell Westbrook og Kevin Durant fagna í nótt. Mynd/AP Oklahoma City Thunder er komið í 1-0 forystu gegn Miami Heat í einvígi liðanna í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta. Kevin Durant, leikmaður Oklahoma City, fór á kostum í 105-94 sigri sinna manna í nótt. Leikurinn fór fram í Oklahoma í nótt og eiga Durant og félagar tækifæri á að komast í 2-0 með sigri á heimavelli aðfaranótt föstudagsins. Eftir það færist einvígið til Miami þar sem leikið verður þrívegis, gerist þess þörf. Miami byrjaði betur í leiknum en Oklahoma City náði forystunni í lok þriðja leikhluta leikhluta. Liðið tók svo öll völd á vellinum í þeim fjórða, þar sem að Durant fór mikinn og skoraði sautján af sínum 36 stigum í leiknum. Oklahoma City kom sér í þægilega forystu sem Miami náði aldrei að ógna á lokamínútum leiksins. Russell Westbrook var einnig öflugur í leiknum og skoraði 27 stig auk þess sem hann gaf ellefu stoðsendingar og tók átta fráköst. Saman skoruðu hann og Durant meira í síðari hálfleik en allir leikmenn Miami gerðu samanlagt. LeBron James skoraði 30 stig í leiknum sem er persónulegt met hjá honum í leik í lokaúrslitunum. Engu að síður skoraði hann aðeins sex stig í fjórða leikhluta sem minnti á frammistöðu hans gegn Dallas í lokaúrslitunum í fyrra, þar sem hann skoraði aðeins þrjú stig að meðaltali í fjórða leikhluta leikjanna. James spilaði þó ekki illa í leiknum, heldur náði Oklahoma City að stíga upp á hárréttum tíma. Leikmenn Miami réðu einfaldlega ekkert við heimamenn. Dwyane Wade skoraði nítján stig fyrir Miami en nýtti aðeins sjö af nítján skotum sínum í leiknum. Shane Battier spilaði vel í sókn og skoraði alls sautján stig. Oklahoma City hefur nú unnið alla níu leiki sína á heimavelli í úrslitakeppninni, þar sem liðið virðist einfaldlega óstöðvandi. NBA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira
Oklahoma City Thunder er komið í 1-0 forystu gegn Miami Heat í einvígi liðanna í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta. Kevin Durant, leikmaður Oklahoma City, fór á kostum í 105-94 sigri sinna manna í nótt. Leikurinn fór fram í Oklahoma í nótt og eiga Durant og félagar tækifæri á að komast í 2-0 með sigri á heimavelli aðfaranótt föstudagsins. Eftir það færist einvígið til Miami þar sem leikið verður þrívegis, gerist þess þörf. Miami byrjaði betur í leiknum en Oklahoma City náði forystunni í lok þriðja leikhluta leikhluta. Liðið tók svo öll völd á vellinum í þeim fjórða, þar sem að Durant fór mikinn og skoraði sautján af sínum 36 stigum í leiknum. Oklahoma City kom sér í þægilega forystu sem Miami náði aldrei að ógna á lokamínútum leiksins. Russell Westbrook var einnig öflugur í leiknum og skoraði 27 stig auk þess sem hann gaf ellefu stoðsendingar og tók átta fráköst. Saman skoruðu hann og Durant meira í síðari hálfleik en allir leikmenn Miami gerðu samanlagt. LeBron James skoraði 30 stig í leiknum sem er persónulegt met hjá honum í leik í lokaúrslitunum. Engu að síður skoraði hann aðeins sex stig í fjórða leikhluta sem minnti á frammistöðu hans gegn Dallas í lokaúrslitunum í fyrra, þar sem hann skoraði aðeins þrjú stig að meðaltali í fjórða leikhluta leikjanna. James spilaði þó ekki illa í leiknum, heldur náði Oklahoma City að stíga upp á hárréttum tíma. Leikmenn Miami réðu einfaldlega ekkert við heimamenn. Dwyane Wade skoraði nítján stig fyrir Miami en nýtti aðeins sjö af nítján skotum sínum í leiknum. Shane Battier spilaði vel í sókn og skoraði alls sautján stig. Oklahoma City hefur nú unnið alla níu leiki sína á heimavelli í úrslitakeppninni, þar sem liðið virðist einfaldlega óstöðvandi.
NBA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira