Ferjukotseyrar: Ódýr laxveiði og gott laxveiði- og sögusafn Trausti Hafliðason skrifar 14. júní 2012 07:00 Við veiðar á Ferjukotseyrum. Gamla Hvítarbrúin sést í fjarska. Mynd / Trausti Hafliðason Ferjukotseyrar í Hvítá í Borgarfirði eru ágætur kostur fyrir veiðimenn sem vilja skjótast í ódýra laxveiði. Vonin er ágæt enda gengur laxinn, sem fer upp í Norðurá, Gljúfurá, Þverá og Grímsá, þarna í framhjá. Sem sagt tugir þúsunda laxa á hverju sumri. Svæðið er mjög þægilegt yfirferðar og ólíkt því sem margir halda er vel hægt að veiða þarna á einhendu enda liggur laxinn oft nálægt landi. Vandinn er að hitta að göngurnar og er þá ágætt að skoða flóðatöfluna vel og vandlega. Á Ferjukotseyrum eru ódýrustu dagarnir á 6.800 krónur stöngin en þeir dýrustu kosta í 10.800 krónur. Tværi stangir eru á svæðinu og þess má geta að leyfilegt er að nota spún og veiða á maðk. Laxveiði- og söguasafn í Ferjukoti Þó ekki sé hægt að fá upplýsingar um fjölda veiddra undanfarin ár veit Veiðivísir af veiðimönnum sem fara árlega á Ferjukotseyrar og rífa upp marga laxa. Auk þess að hafa veitt lax þarna í lok júní fyrra hefur undirritaður einnig veitt sjóbirting þarna í ágúst. Athugið að ekkert veiðihús fylgir Ferjukotseyrum. Í hvíldinni er hins vegar upplagt að skoða laxveiði- og sögusafnið í Ferjukoti en þar er margt forvitnilegt að sjá. Þó er betra að hafa samband við ábúendur áður en lagt er af stað til að tryggja að hægt sé að kíkja á safnið.Á veiðisíðu Fréttablaðsins í dag er grein um ódýr laxveiðileyfi. Fjallað er um átján veiðisvæði þar sem hægt er að kaupa leyfi undir 20 þúsund krónum. Stangveiði Mest lesið Risaurriðar komnir á land á Þingvöllum Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði Góð rjúpnaveiði um helgina Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði Kárastaðir eitt það gjöfulasta í Þingvallavatni Veiði Fyrsti sjóbirtingurinn kominn á land í Ytri Rangá Veiði Veiði hófst í Hólaá 1. apríl Veiði Víðidalsá og Fitjá komnar á bók Veiði Lifnar yfir Soginu Veiði
Ferjukotseyrar í Hvítá í Borgarfirði eru ágætur kostur fyrir veiðimenn sem vilja skjótast í ódýra laxveiði. Vonin er ágæt enda gengur laxinn, sem fer upp í Norðurá, Gljúfurá, Þverá og Grímsá, þarna í framhjá. Sem sagt tugir þúsunda laxa á hverju sumri. Svæðið er mjög þægilegt yfirferðar og ólíkt því sem margir halda er vel hægt að veiða þarna á einhendu enda liggur laxinn oft nálægt landi. Vandinn er að hitta að göngurnar og er þá ágætt að skoða flóðatöfluna vel og vandlega. Á Ferjukotseyrum eru ódýrustu dagarnir á 6.800 krónur stöngin en þeir dýrustu kosta í 10.800 krónur. Tværi stangir eru á svæðinu og þess má geta að leyfilegt er að nota spún og veiða á maðk. Laxveiði- og söguasafn í Ferjukoti Þó ekki sé hægt að fá upplýsingar um fjölda veiddra undanfarin ár veit Veiðivísir af veiðimönnum sem fara árlega á Ferjukotseyrar og rífa upp marga laxa. Auk þess að hafa veitt lax þarna í lok júní fyrra hefur undirritaður einnig veitt sjóbirting þarna í ágúst. Athugið að ekkert veiðihús fylgir Ferjukotseyrum. Í hvíldinni er hins vegar upplagt að skoða laxveiði- og sögusafnið í Ferjukoti en þar er margt forvitnilegt að sjá. Þó er betra að hafa samband við ábúendur áður en lagt er af stað til að tryggja að hægt sé að kíkja á safnið.Á veiðisíðu Fréttablaðsins í dag er grein um ódýr laxveiðileyfi. Fjallað er um átján veiðisvæði þar sem hægt er að kaupa leyfi undir 20 þúsund krónum.
Stangveiði Mest lesið Risaurriðar komnir á land á Þingvöllum Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði Góð rjúpnaveiði um helgina Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði Kárastaðir eitt það gjöfulasta í Þingvallavatni Veiði Fyrsti sjóbirtingurinn kominn á land í Ytri Rangá Veiði Veiði hófst í Hólaá 1. apríl Veiði Víðidalsá og Fitjá komnar á bók Veiði Lifnar yfir Soginu Veiði