Ferjukotseyrar: Ódýr laxveiði og gott laxveiði- og sögusafn Trausti Hafliðason skrifar 14. júní 2012 07:00 Við veiðar á Ferjukotseyrum. Gamla Hvítarbrúin sést í fjarska. Mynd / Trausti Hafliðason Ferjukotseyrar í Hvítá í Borgarfirði eru ágætur kostur fyrir veiðimenn sem vilja skjótast í ódýra laxveiði. Vonin er ágæt enda gengur laxinn, sem fer upp í Norðurá, Gljúfurá, Þverá og Grímsá, þarna í framhjá. Sem sagt tugir þúsunda laxa á hverju sumri. Svæðið er mjög þægilegt yfirferðar og ólíkt því sem margir halda er vel hægt að veiða þarna á einhendu enda liggur laxinn oft nálægt landi. Vandinn er að hitta að göngurnar og er þá ágætt að skoða flóðatöfluna vel og vandlega. Á Ferjukotseyrum eru ódýrustu dagarnir á 6.800 krónur stöngin en þeir dýrustu kosta í 10.800 krónur. Tværi stangir eru á svæðinu og þess má geta að leyfilegt er að nota spún og veiða á maðk. Laxveiði- og söguasafn í Ferjukoti Þó ekki sé hægt að fá upplýsingar um fjölda veiddra undanfarin ár veit Veiðivísir af veiðimönnum sem fara árlega á Ferjukotseyrar og rífa upp marga laxa. Auk þess að hafa veitt lax þarna í lok júní fyrra hefur undirritaður einnig veitt sjóbirting þarna í ágúst. Athugið að ekkert veiðihús fylgir Ferjukotseyrum. Í hvíldinni er hins vegar upplagt að skoða laxveiði- og sögusafnið í Ferjukoti en þar er margt forvitnilegt að sjá. Þó er betra að hafa samband við ábúendur áður en lagt er af stað til að tryggja að hægt sé að kíkja á safnið.Á veiðisíðu Fréttablaðsins í dag er grein um ódýr laxveiðileyfi. Fjallað er um átján veiðisvæði þar sem hægt er að kaupa leyfi undir 20 þúsund krónum. Stangveiði Mest lesið Hálendisveiðin gengur vel Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Fjórir á land við opnun Selár Veiði Nokkrar lokatölur og orð um aflabrest í hafbeitinni Veiði Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði Fyrsta rjúpnahelgin að baki Veiði Flottar bleikjur úr Kleifarvatni Veiði Ytri Rangá að detta í gang Veiði Flott sjóbleikja í Fögruhlíðarósi Veiði
Ferjukotseyrar í Hvítá í Borgarfirði eru ágætur kostur fyrir veiðimenn sem vilja skjótast í ódýra laxveiði. Vonin er ágæt enda gengur laxinn, sem fer upp í Norðurá, Gljúfurá, Þverá og Grímsá, þarna í framhjá. Sem sagt tugir þúsunda laxa á hverju sumri. Svæðið er mjög þægilegt yfirferðar og ólíkt því sem margir halda er vel hægt að veiða þarna á einhendu enda liggur laxinn oft nálægt landi. Vandinn er að hitta að göngurnar og er þá ágætt að skoða flóðatöfluna vel og vandlega. Á Ferjukotseyrum eru ódýrustu dagarnir á 6.800 krónur stöngin en þeir dýrustu kosta í 10.800 krónur. Tværi stangir eru á svæðinu og þess má geta að leyfilegt er að nota spún og veiða á maðk. Laxveiði- og söguasafn í Ferjukoti Þó ekki sé hægt að fá upplýsingar um fjölda veiddra undanfarin ár veit Veiðivísir af veiðimönnum sem fara árlega á Ferjukotseyrar og rífa upp marga laxa. Auk þess að hafa veitt lax þarna í lok júní fyrra hefur undirritaður einnig veitt sjóbirting þarna í ágúst. Athugið að ekkert veiðihús fylgir Ferjukotseyrum. Í hvíldinni er hins vegar upplagt að skoða laxveiði- og sögusafnið í Ferjukoti en þar er margt forvitnilegt að sjá. Þó er betra að hafa samband við ábúendur áður en lagt er af stað til að tryggja að hægt sé að kíkja á safnið.Á veiðisíðu Fréttablaðsins í dag er grein um ódýr laxveiðileyfi. Fjallað er um átján veiðisvæði þar sem hægt er að kaupa leyfi undir 20 þúsund krónum.
Stangveiði Mest lesið Hálendisveiðin gengur vel Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Fjórir á land við opnun Selár Veiði Nokkrar lokatölur og orð um aflabrest í hafbeitinni Veiði Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði Fyrsta rjúpnahelgin að baki Veiði Flottar bleikjur úr Kleifarvatni Veiði Ytri Rangá að detta í gang Veiði Flott sjóbleikja í Fögruhlíðarósi Veiði