Sex íslenskir frjálsíþróttamenn halda á morgun til Stadskanaal í Hollandi þar sem Evrópumót fatlaðra fer fram. Mótið hefst næstkomandi sunnudag og ríður langstökkvarinn Baldur Ævar Baldursson á vaðið fyrir fyrir hönd Íslands.
Hópurinn er sá stærsti sem Ísland hefur sent á EM í frjálsum fatlaðra en hann er þannig skipaður:
Davíð Jónsson, Ármann
Helgi Sveinsson, Ármann
Baldur Ævar Baldursson, Snerpa
Ingeborg Eide Garðarsdóttir, FH
Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir, ÍFR
Hulda Sigurjónsdóttir, Suðri
Þjálfarar í ferðinni eru Ásta Katrín Helgadóttir og Kári Jónsson en fararstjóri er Linda Kristinsdóttir.
Landsliðið heldur til Hollands
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


„Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“
Íslenski boltinn

Lærðu að fagna eins og verðandi feður
Íslenski boltinn


Dæmd í bann fyrir að klípa í klof
Fótbolti



Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik
Enski boltinn


Fleiri fréttir
