Kennt að veiða í Elliðaánum - Ástand laxastofnsins er gott 7. júní 2012 07:00 Húsbreiðan í Elliðáánum. Mynd / Trausti Hafliðason Um næstu helgi stendur áhugasömum veiðimönnum til boða að fara á námskeið í veiði í Elliðaánum. Námskeiðið kostar 13 þúsund krónur og leiðbeinandi verður Ólafur E. Jóhannsson, formaður Elliðaárnefndar Stangaveiðifélagsins Reykjavíkur (SVFR). "Gengið verður með ánum frá Elliðavatnsstíflu að Elliðaárósum í tveimur áföngum," segir á vef SVFR. "Laugardaginn 9. júní verður farið yfir efri hluta ánna, en á sunnudaginn verður neðri hlutinn kynntur. Áætlað er að námskeiðið taki um 3½ klst. hvorn dag." "Auk þess sem leiðbeint verður um hvernig veiða má í Elliðaánum verður farið yfir hvaða flugur eru fengsælastar í ánum, hvernig veiðitæki og útbúnað er best að nota og hvaða veiðihyljir eru gjöfulastir í ánum á hverjum tíma sumars. Jafnframt verða veiðireglurnar kynntar þátttakendum." Nánari upplýsingar um námskeiðið eru á vef SVFR.Góðar horfur fyrir sumarið Fyrir fáeinum dögum birti SVFR áhugaverða frétt um ástand laxastofna í Elliðaánum en það virðist vera með ágætum samkvæmt talningu niðurgönguseiða. Þó er niðurgangan ekki jafnmikil og í fyrra, sem var sú mesta sem mælst hefur. Jóhannes Sturlaugsson hefur fylgst með niðurgönguseiðum í neðaverðum Elliðaám að undanförnu. Seiðin eru veidd í gildrur og ástand þeirra kannað auk þess sem hluti þeirra eru merkt. Haft er eftir Jóhannesi á vef SVFR að gera verði fyrirvara á talningunni nú en þó bendi margt til þess að stór árgangur hafi gengið til sjávar í fyrra sem gæti skilað sér í góðri laxagengd í sumar. Þegar hafa fyrstu laxarnir sést í Elliðaánum í sumar en veiði þar hefst 20. júní. Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði 110 sm lax úr Laxá í Aðaldal í morgun Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Sogið vill ala upp stórar bleikjur Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Barátta við stórfisk í Brunná Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði
Um næstu helgi stendur áhugasömum veiðimönnum til boða að fara á námskeið í veiði í Elliðaánum. Námskeiðið kostar 13 þúsund krónur og leiðbeinandi verður Ólafur E. Jóhannsson, formaður Elliðaárnefndar Stangaveiðifélagsins Reykjavíkur (SVFR). "Gengið verður með ánum frá Elliðavatnsstíflu að Elliðaárósum í tveimur áföngum," segir á vef SVFR. "Laugardaginn 9. júní verður farið yfir efri hluta ánna, en á sunnudaginn verður neðri hlutinn kynntur. Áætlað er að námskeiðið taki um 3½ klst. hvorn dag." "Auk þess sem leiðbeint verður um hvernig veiða má í Elliðaánum verður farið yfir hvaða flugur eru fengsælastar í ánum, hvernig veiðitæki og útbúnað er best að nota og hvaða veiðihyljir eru gjöfulastir í ánum á hverjum tíma sumars. Jafnframt verða veiðireglurnar kynntar þátttakendum." Nánari upplýsingar um námskeiðið eru á vef SVFR.Góðar horfur fyrir sumarið Fyrir fáeinum dögum birti SVFR áhugaverða frétt um ástand laxastofna í Elliðaánum en það virðist vera með ágætum samkvæmt talningu niðurgönguseiða. Þó er niðurgangan ekki jafnmikil og í fyrra, sem var sú mesta sem mælst hefur. Jóhannes Sturlaugsson hefur fylgst með niðurgönguseiðum í neðaverðum Elliðaám að undanförnu. Seiðin eru veidd í gildrur og ástand þeirra kannað auk þess sem hluti þeirra eru merkt. Haft er eftir Jóhannesi á vef SVFR að gera verði fyrirvara á talningunni nú en þó bendi margt til þess að stór árgangur hafi gengið til sjávar í fyrra sem gæti skilað sér í góðri laxagengd í sumar. Þegar hafa fyrstu laxarnir sést í Elliðaánum í sumar en veiði þar hefst 20. júní.
Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði 110 sm lax úr Laxá í Aðaldal í morgun Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Sogið vill ala upp stórar bleikjur Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Barátta við stórfisk í Brunná Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði