Tíska og hönnun

Styrkja hönnuði um 10 milljónir

Lengst til hægri á mynd má sjá Hlín Helgu Guðlaugsdóttur.
Lengst til hægri á mynd má sjá Hlín Helgu Guðlaugsdóttur.
Hönnunarsjóður Auroru veitti 10 milljónir í styrki til hönnuða á fimmtudaginn var en að þessu sinni var lögð áhersla á fatahönnun.

Þau verkefni sem fengu hæstu styrkina á fimmtudaginn voru:

Ostwald Helgason (2 milljónir) - Hönnunardúo sem er svo sannarlega búið að slá í gegn. Þau eru að fara að sýna á tískuvikunni í New York. Þau komu til landsins til að taka við styrknum.

As we grow (1.8 milljón) - Falleg barnafatalína búin til af kjarnakonunum Maríu Ólafs og Guðrúnu Sigurjóns en þær fá dygga aðstoð frá viðskiptafræðingnum Grétu Hlöðvers. Þær hanna föt sem stækka með börnunum.

EYGLO (1.8 milljón) - Fatahönnuðurinn Eygló sem margir þekkja ætlar að halda áfram markaðssókn erlendis enda búið að vekja mikla athygli hérlendis.

Hín Helga Guðlaugsdóttir sem er að hætta sem framkvæmdastjóri sjóðsins eftir þriggja ára uppbyggingu hefur sett mark sitt á faglegt starf hjá sjóðnum. Hún starfar nú sem prófessor í upplifunarhönnun við Kunstfach háskólann í Stokkhólmi og er þar að stýra spennandi verkefnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.