Sex laxar á morgunvaktinni í Norðurá Trausti Hafliðason skrifar 6. júní 2012 16:28 Lax þreyttur á Brotinu í Norðurá í gær. Mynd / Trausti Hafliðason Þrátt fyrir mikinn klulda og töluvert minna rennsli í Norðurá veiddust sex laxar á morgunvaktinni. Hörður Vilberg, einn stjórnarmanna í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur, segir að áin hafa einungis verið sex gráðu heit í morgun og lofthiti um sjö stig. Menn séu því bara nokkuð sáttir við að hafa náð sex löxum. Þá segir hann að rennsli í ánni hafi minnkað töluvert. Þegar veiði hófst í gærmorgun var áin í 30 rúmmetrum á sekúndu en í morgun var hún komin niður í 17 rúmmetra. Fiskarnir í morgun, sem voru flestir 74-78 sentímetrar, veiddust meðal annars á Eyrinni, Krossholunni og Vesturkvíslinni á Múnaðarnessvæðinu. Hörður sagði að nú seinnipartinn hygðust einhverjir fara í dalinn, meðal annars á veiðistaðinn Króksbrú en laxinn gengur oft hratt þangað. Alls eru nú komnir 22 laxar á land í Norðurá og allt stefnir í að spá Bjarna Júlíussonar, formanns SVFR, um að þetta verði besta opnunin á þessari öld en mest hafa veiðst 26 laxar í opnuninni síðan árið 2000. Veiðivísir mun í kvöld upplýsa hvernig kvöldvaktin gekk í Norðurá. Fylgist því vel með. Stangveiði Mest lesið Kárastaðir eitt það gjöfulasta í Þingvallavatni Veiði Fyrsti sjóbirtingurinn kominn á land í Ytri Rangá Veiði Víðidalsá og Fitjá komnar á bók Veiði Risavaxinn bleikja úr Eyjafjarðará Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Mikið vatn en laxinn samt að ganga Veiði Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði 17 laxar fyrsta daginn við Urriðafoss Veiði Fékk eftirminnilegasta fiskinn einn uppi í gljúfri Veiði
Þrátt fyrir mikinn klulda og töluvert minna rennsli í Norðurá veiddust sex laxar á morgunvaktinni. Hörður Vilberg, einn stjórnarmanna í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur, segir að áin hafa einungis verið sex gráðu heit í morgun og lofthiti um sjö stig. Menn séu því bara nokkuð sáttir við að hafa náð sex löxum. Þá segir hann að rennsli í ánni hafi minnkað töluvert. Þegar veiði hófst í gærmorgun var áin í 30 rúmmetrum á sekúndu en í morgun var hún komin niður í 17 rúmmetra. Fiskarnir í morgun, sem voru flestir 74-78 sentímetrar, veiddust meðal annars á Eyrinni, Krossholunni og Vesturkvíslinni á Múnaðarnessvæðinu. Hörður sagði að nú seinnipartinn hygðust einhverjir fara í dalinn, meðal annars á veiðistaðinn Króksbrú en laxinn gengur oft hratt þangað. Alls eru nú komnir 22 laxar á land í Norðurá og allt stefnir í að spá Bjarna Júlíussonar, formanns SVFR, um að þetta verði besta opnunin á þessari öld en mest hafa veiðst 26 laxar í opnuninni síðan árið 2000. Veiðivísir mun í kvöld upplýsa hvernig kvöldvaktin gekk í Norðurá. Fylgist því vel með.
Stangveiði Mest lesið Kárastaðir eitt það gjöfulasta í Þingvallavatni Veiði Fyrsti sjóbirtingurinn kominn á land í Ytri Rangá Veiði Víðidalsá og Fitjá komnar á bók Veiði Risavaxinn bleikja úr Eyjafjarðará Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Mikið vatn en laxinn samt að ganga Veiði Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði 17 laxar fyrsta daginn við Urriðafoss Veiði Fékk eftirminnilegasta fiskinn einn uppi í gljúfri Veiði