Þrír jafnir eftir fyrsta hring á Egils Gull mótinu í Eyjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2012 17:46 Örvar Samúelsson Mynd/GVA GR-ingarnir Gísli Þór Þórðarson og Arnór Ingi Finnbjörnsson og GA-ingurinn Örvar Samúelsson spiluðu best á fyrsta hringnum á Egils Gull mótinu í Eyjum en þetta er annað mótið á Eimskipsmótaröðinni í ár. Gísli, Arnór og Örvar léku allir fyrstu 18 holurnar á 70 höggum eða á pari vallarins. Keppni tafðist í morgun vegna veðurs en kylfingarnir eru strax farnir út að spila annan hring því menn ætla að klára 36 holur í dag. Það gekk mikið á hjá Gísla og Örvari. Örvar fékk bæði fjóra fulga og fjóra skolla en Gísli var með fjóra fugla, tvo skolla og einn skramba á sjöundu holunni. Arnór Ingi var með tvo fugla og tvo skolla. Axel Bóasson úr GK byrjaði mjög vel og var á tveimur höggum undir pari eftir fyrstu sex holurnar. Hann fékk síðan fjóra skolla á seinni níu.Staðan eftir fyrsta hring í karlaflokki: 1. Örvar Samúelsson, GA Par 1. Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR Par 1. Gísli Þór Þórðarson, GR Par 4. Ólafur Már Sigurðsson, GR +1 4. Arnar Snær Hákonarson, GR +1 6. Andri Þór Björnsson, GR +2 6. Magnús Lárusson, GKJ +2 6. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR +2 6. Þórður Rafn Gissurarson, GR +2 6. Axel Bóasson, GK +2 Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
GR-ingarnir Gísli Þór Þórðarson og Arnór Ingi Finnbjörnsson og GA-ingurinn Örvar Samúelsson spiluðu best á fyrsta hringnum á Egils Gull mótinu í Eyjum en þetta er annað mótið á Eimskipsmótaröðinni í ár. Gísli, Arnór og Örvar léku allir fyrstu 18 holurnar á 70 höggum eða á pari vallarins. Keppni tafðist í morgun vegna veðurs en kylfingarnir eru strax farnir út að spila annan hring því menn ætla að klára 36 holur í dag. Það gekk mikið á hjá Gísla og Örvari. Örvar fékk bæði fjóra fulga og fjóra skolla en Gísli var með fjóra fugla, tvo skolla og einn skramba á sjöundu holunni. Arnór Ingi var með tvo fugla og tvo skolla. Axel Bóasson úr GK byrjaði mjög vel og var á tveimur höggum undir pari eftir fyrstu sex holurnar. Hann fékk síðan fjóra skolla á seinni níu.Staðan eftir fyrsta hring í karlaflokki: 1. Örvar Samúelsson, GA Par 1. Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR Par 1. Gísli Þór Þórðarson, GR Par 4. Ólafur Már Sigurðsson, GR +1 4. Arnar Snær Hákonarson, GR +1 6. Andri Þór Björnsson, GR +2 6. Magnús Lárusson, GKJ +2 6. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR +2 6. Þórður Rafn Gissurarson, GR +2 6. Axel Bóasson, GK +2
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira