Krefjandi og langur golfdagur að baki í Eyjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2012 23:32 Axel Bóasson í GK. Mynd/Golfsamband Íslands/Stefán Keppendur á Egils gull mótinu í Vestmannaeyjum hafa lokið leik í dag en spilaðar voru 36 holur í dag. Á morgun fer þriðji og síðasti hringurinn fram þegar síðustu 18 holurnar verða leiknar en þetta er annað mótið á Eimskipsmótaröðinni. Dagurinn hófst klukkan sjö í morgun og er óhætt að segja að hann hafið bæði verið krefjandi vegna veðurs og langur vegna frestunar morgunsins enda lauk leik ekki fyrr en klukkan var langt gengin í ellefu. Keppendur verða ræstir út kl 7:30 í fyrramálið og er áætlað að úrslit liggi fyrir milli kl. 15 og 16 á morgun en það sem fyrr hægt að fylgjast með skori keppenda á www.golf.is/skor og m.golf.is/skor. Í karlaflokki leiðir Axel Bóasson GK, hann lék fyrri hringinn í dag á 72 höggum eða 2 yfir pari en sá síðari á 66 höggum eða 4 undir pari samtals á 138 höggum. Vel gert hjá þessum unga Hafnfirðingi og núverandi Íslandsmeistara í höggleik. Annar er Arnór Ingi Finnbjörnsson GR og jafnir í þriðja til fjórða sæti eru þeir Haraldur Franklín Magnús GR og Þórður Rafn Gissurarson GR. Í kvennaflokki er það Berglind Björnsdóttir GR sem leiðir á 149 höggum eða 9 yfir pari. Hún lék fyrri hringinn á 78 eða 8 yfir pari og þann seinni á 71 eða 1 yfir pari. Í öðru sæti er Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK á 150 höggum eða 10 höggum yfir pari. Jafnar í þriðja sæti eru Signý Arnórsdóttir GK og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR. Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Keppendur á Egils gull mótinu í Vestmannaeyjum hafa lokið leik í dag en spilaðar voru 36 holur í dag. Á morgun fer þriðji og síðasti hringurinn fram þegar síðustu 18 holurnar verða leiknar en þetta er annað mótið á Eimskipsmótaröðinni. Dagurinn hófst klukkan sjö í morgun og er óhætt að segja að hann hafið bæði verið krefjandi vegna veðurs og langur vegna frestunar morgunsins enda lauk leik ekki fyrr en klukkan var langt gengin í ellefu. Keppendur verða ræstir út kl 7:30 í fyrramálið og er áætlað að úrslit liggi fyrir milli kl. 15 og 16 á morgun en það sem fyrr hægt að fylgjast með skori keppenda á www.golf.is/skor og m.golf.is/skor. Í karlaflokki leiðir Axel Bóasson GK, hann lék fyrri hringinn í dag á 72 höggum eða 2 yfir pari en sá síðari á 66 höggum eða 4 undir pari samtals á 138 höggum. Vel gert hjá þessum unga Hafnfirðingi og núverandi Íslandsmeistara í höggleik. Annar er Arnór Ingi Finnbjörnsson GR og jafnir í þriðja til fjórða sæti eru þeir Haraldur Franklín Magnús GR og Þórður Rafn Gissurarson GR. Í kvennaflokki er það Berglind Björnsdóttir GR sem leiðir á 149 höggum eða 9 yfir pari. Hún lék fyrri hringinn á 78 eða 8 yfir pari og þann seinni á 71 eða 1 yfir pari. Í öðru sæti er Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK á 150 höggum eða 10 höggum yfir pari. Jafnar í þriðja sæti eru Signý Arnórsdóttir GK og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR.
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira