Kuchar vann Players-meistaramótið í golfi - fær 217 milljónir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2012 09:45 Matt Kuchar faðmar hér strákana sína þegar sigurinn var í höfn. Mynd/AP Bandaríkjamaðurinn Matt Kuchar tryggði sér sigur á Players-meistaramótið í golfi í gær en mótið fór fram á Ponte Vedra Beach í Flórída. Players-meistaramótið greiðir út hæstu sigurlaunin af öllum golfmótunum og er stundum talað um það sem fimmta risamótið. Matt Kuchar lék hringina fjóra á þrettán höggum undir pari og endaði með tveggja högga forskot á fjóra kylfinga sem voru jafnir í 2. til 5. sæti. Þeir Martin Laird, Zach Johnson, Rickie Fowler og Ben Curtis léku allir á ellefu höggum undir pari. Laird ógnaði Kuchar þar til að hann fékk skolla á 18. holunni. Kuchar lék lokahringinn á 70 höggum en hann var einu höggi á eftir landa sínum Kevin Na fyrir síðustu 18 holurnar. Kevin Na lék hinsvegar á 76 höggum í gær og endaði í 7. til 9. sæti. Þetta var fjórði sigur Matt Kuchar á bandarísku mótaröðinni en hann hafði þó ekki unnið síðan á Barclays-mótinu 2010. Matt Kuchar fékk 1.710.000 dollara í sigurlaun eða rúmar 217 milljónir íslenskra króna sem eru vissulega ágætis laun fyrir frábæra helgi. Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Matt Kuchar tryggði sér sigur á Players-meistaramótið í golfi í gær en mótið fór fram á Ponte Vedra Beach í Flórída. Players-meistaramótið greiðir út hæstu sigurlaunin af öllum golfmótunum og er stundum talað um það sem fimmta risamótið. Matt Kuchar lék hringina fjóra á þrettán höggum undir pari og endaði með tveggja högga forskot á fjóra kylfinga sem voru jafnir í 2. til 5. sæti. Þeir Martin Laird, Zach Johnson, Rickie Fowler og Ben Curtis léku allir á ellefu höggum undir pari. Laird ógnaði Kuchar þar til að hann fékk skolla á 18. holunni. Kuchar lék lokahringinn á 70 höggum en hann var einu höggi á eftir landa sínum Kevin Na fyrir síðustu 18 holurnar. Kevin Na lék hinsvegar á 76 höggum í gær og endaði í 7. til 9. sæti. Þetta var fjórði sigur Matt Kuchar á bandarísku mótaröðinni en hann hafði þó ekki unnið síðan á Barclays-mótinu 2010. Matt Kuchar fékk 1.710.000 dollara í sigurlaun eða rúmar 217 milljónir íslenskra króna sem eru vissulega ágætis laun fyrir frábæra helgi.
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira