Kuchar vann Players-meistaramótið í golfi - fær 217 milljónir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2012 09:45 Matt Kuchar faðmar hér strákana sína þegar sigurinn var í höfn. Mynd/AP Bandaríkjamaðurinn Matt Kuchar tryggði sér sigur á Players-meistaramótið í golfi í gær en mótið fór fram á Ponte Vedra Beach í Flórída. Players-meistaramótið greiðir út hæstu sigurlaunin af öllum golfmótunum og er stundum talað um það sem fimmta risamótið. Matt Kuchar lék hringina fjóra á þrettán höggum undir pari og endaði með tveggja högga forskot á fjóra kylfinga sem voru jafnir í 2. til 5. sæti. Þeir Martin Laird, Zach Johnson, Rickie Fowler og Ben Curtis léku allir á ellefu höggum undir pari. Laird ógnaði Kuchar þar til að hann fékk skolla á 18. holunni. Kuchar lék lokahringinn á 70 höggum en hann var einu höggi á eftir landa sínum Kevin Na fyrir síðustu 18 holurnar. Kevin Na lék hinsvegar á 76 höggum í gær og endaði í 7. til 9. sæti. Þetta var fjórði sigur Matt Kuchar á bandarísku mótaröðinni en hann hafði þó ekki unnið síðan á Barclays-mótinu 2010. Matt Kuchar fékk 1.710.000 dollara í sigurlaun eða rúmar 217 milljónir íslenskra króna sem eru vissulega ágætis laun fyrir frábæra helgi. Golf Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Matt Kuchar tryggði sér sigur á Players-meistaramótið í golfi í gær en mótið fór fram á Ponte Vedra Beach í Flórída. Players-meistaramótið greiðir út hæstu sigurlaunin af öllum golfmótunum og er stundum talað um það sem fimmta risamótið. Matt Kuchar lék hringina fjóra á þrettán höggum undir pari og endaði með tveggja högga forskot á fjóra kylfinga sem voru jafnir í 2. til 5. sæti. Þeir Martin Laird, Zach Johnson, Rickie Fowler og Ben Curtis léku allir á ellefu höggum undir pari. Laird ógnaði Kuchar þar til að hann fékk skolla á 18. holunni. Kuchar lék lokahringinn á 70 höggum en hann var einu höggi á eftir landa sínum Kevin Na fyrir síðustu 18 holurnar. Kevin Na lék hinsvegar á 76 höggum í gær og endaði í 7. til 9. sæti. Þetta var fjórði sigur Matt Kuchar á bandarísku mótaröðinni en hann hafði þó ekki unnið síðan á Barclays-mótinu 2010. Matt Kuchar fékk 1.710.000 dollara í sigurlaun eða rúmar 217 milljónir íslenskra króna sem eru vissulega ágætis laun fyrir frábæra helgi.
Golf Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira