Vill 7 þúsund tonna laxeldi í umhverfismat Kristján Hjálmarsson skrifar 14. maí 2012 15:44 Hraðfrystihúsið Gunnvör hyggst koma upp 7 þúsund tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Landssamband veiðifélaga hefur kært ákvörðun Skipulagsstofnunar, um að fyrirhugað 7 þúsund tonna laxeldi sem Hraðfrystihúsið Gunnvör hyggst koma upp í Ísafjarðardjúpi sé undanþegið umhverfismati, til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Í bréfi sem Landssambandið sendi úrskurðarnefndinni kemur fram að sambandið telji að umfjöllun Skipulagsstofnunar á mögulegum áhrifum laxeldis á þau miklu verðmæti sem felast í þeim veiðiám sem falla til sjávar við Ísafjarðardjúp sé með öllu ófullnægjandi. Hvergi sé að því vikið í rökstuðningi stofnunarinnar að í laxeldi á Íslandi sé einvörðungu notaður laxastofn af norskum uppruna sem fluttur var til landsins á 9. áratugnum. "Erfðarannsóknir á genamengi laxa sem gerðar hafa verið hin síðustu ár staðfesta að norskur lax er mjög fjarskyldur íslenskum laxastofnum og blöndun slíkra stofna getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar á þróun og viðgang hinna séríslensku náttúrulegu stofna," segir meðal annars í bréfi Landssambands veiðifélaga. Ámælisverð vinnubrögð Skipulagsstofnunar Sambandið telur það sérstaklega ámælisverð vinnubrögð hjá Skipulagstofnun að hafa ekki leitað álits Veiðimálastofnunar um möguleg áhrif af eldi laxa af norskum uppruna á svæðið áður en ákvörðun um matsskyldu var tekin. Landssambandið "leggur þunga áherslu á" að sýna beri fyllstu varúðar þegar fjallað er um eldi laxa af norskum stofni í Ísafjarðardjúpi vegna þeirra hagsmuna sem felast í þeim laxveiðiám sem eru á svæðinu og vísar til upplýsinga um veiði í ánum þar. Þá bendir Landssamband veiðimanna á að Skipulagsstofnun hafi stuðst við gömul gögn í mati sínu en eðlilegra hefði verið að styðjast við ársveiði í ánum undangengin tíu ár. Landssamband veiðifélaga gerir því þá kröfu að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felli úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar um að fyrir hugað laxeldi í Ísafjarðardjúpi verði undanþegið umhverfismati og að framkvæmdin verði sett í umhverfismat. Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Erindi um stíflur og áhrif þeirra Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Ferjukotseyrar: Ódýr laxveiði og gott laxveiði- og sögusafn Veiði Laxinn er mættur í Blöndu og það styttist í opnun Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Frábær veiði við opnun á Litluá Veiði
Landssamband veiðifélaga hefur kært ákvörðun Skipulagsstofnunar, um að fyrirhugað 7 þúsund tonna laxeldi sem Hraðfrystihúsið Gunnvör hyggst koma upp í Ísafjarðardjúpi sé undanþegið umhverfismati, til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Í bréfi sem Landssambandið sendi úrskurðarnefndinni kemur fram að sambandið telji að umfjöllun Skipulagsstofnunar á mögulegum áhrifum laxeldis á þau miklu verðmæti sem felast í þeim veiðiám sem falla til sjávar við Ísafjarðardjúp sé með öllu ófullnægjandi. Hvergi sé að því vikið í rökstuðningi stofnunarinnar að í laxeldi á Íslandi sé einvörðungu notaður laxastofn af norskum uppruna sem fluttur var til landsins á 9. áratugnum. "Erfðarannsóknir á genamengi laxa sem gerðar hafa verið hin síðustu ár staðfesta að norskur lax er mjög fjarskyldur íslenskum laxastofnum og blöndun slíkra stofna getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar á þróun og viðgang hinna séríslensku náttúrulegu stofna," segir meðal annars í bréfi Landssambands veiðifélaga. Ámælisverð vinnubrögð Skipulagsstofnunar Sambandið telur það sérstaklega ámælisverð vinnubrögð hjá Skipulagstofnun að hafa ekki leitað álits Veiðimálastofnunar um möguleg áhrif af eldi laxa af norskum uppruna á svæðið áður en ákvörðun um matsskyldu var tekin. Landssambandið "leggur þunga áherslu á" að sýna beri fyllstu varúðar þegar fjallað er um eldi laxa af norskum stofni í Ísafjarðardjúpi vegna þeirra hagsmuna sem felast í þeim laxveiðiám sem eru á svæðinu og vísar til upplýsinga um veiði í ánum þar. Þá bendir Landssamband veiðimanna á að Skipulagsstofnun hafi stuðst við gömul gögn í mati sínu en eðlilegra hefði verið að styðjast við ársveiði í ánum undangengin tíu ár. Landssamband veiðifélaga gerir því þá kröfu að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felli úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar um að fyrir hugað laxeldi í Ísafjarðardjúpi verði undanþegið umhverfismati og að framkvæmdin verði sett í umhverfismat.
Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Erindi um stíflur og áhrif þeirra Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Ferjukotseyrar: Ódýr laxveiði og gott laxveiði- og sögusafn Veiði Laxinn er mættur í Blöndu og það styttist í opnun Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Frábær veiði við opnun á Litluá Veiði