Fær ekki að útbúa veiðitjörn í fólkvangi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. maí 2012 15:44 Silungur er frábær veiðifiskur og herramannsmatur. Mynd/Garðar Ekki fæst leyfi fyrir því að sleppa regnbogasilungi í Stórhólstjörn í Dalvíkurbyggð og selja íbúum í sveitarfélaginu veiðileyfi þar. Í synjun umhverfisráðs Dalvíkur segir að umsókn Júlíusar Magnússonar um aðgang og afnot af Stórhólstjörn sé óljós og uppfylli auk þess ekki ákvæði samþykktar um fólkvang í Böggvisstaðafjalli. Auk þess sem Júlíus hugðist selja silungsveiðileyfi í tjörninni ætlaði hann að vera með aðstöðu á svæðinu þannig að til dæmis væri hægt að bjóða upp á hressingu, veiðistangir og annað sem tengist veiðiskap. Í afgreiðslu umhverfisráðs er undirstrikað að Stórhólstjörn sé innan fólkvangsins í Böggvisstaðarfjalli. Í samþykktum um hann segir varðandi landnotkun og mannvirkjagerð: "Allar framkvæmdir innan fólkvangsins eru háðar leyfi Dalvíkurbyggðar og Umhverfisstofnunar, sbr. 38. gr. laga um náttúruvernd, nr. 44/1999. Framkvæmdir skulu vera í samræmi við samþykkt skipulag og verndaráætlun, en svæðið skal skipulagt til almennrar útivistar." Stangveiði Mest lesið Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Úthlutun lokið hjá SVFR Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Ekkert að frétta úr Vífilsstaðavatni Veiði Ytri Rangá ennþá frekar róleg Veiði
Ekki fæst leyfi fyrir því að sleppa regnbogasilungi í Stórhólstjörn í Dalvíkurbyggð og selja íbúum í sveitarfélaginu veiðileyfi þar. Í synjun umhverfisráðs Dalvíkur segir að umsókn Júlíusar Magnússonar um aðgang og afnot af Stórhólstjörn sé óljós og uppfylli auk þess ekki ákvæði samþykktar um fólkvang í Böggvisstaðafjalli. Auk þess sem Júlíus hugðist selja silungsveiðileyfi í tjörninni ætlaði hann að vera með aðstöðu á svæðinu þannig að til dæmis væri hægt að bjóða upp á hressingu, veiðistangir og annað sem tengist veiðiskap. Í afgreiðslu umhverfisráðs er undirstrikað að Stórhólstjörn sé innan fólkvangsins í Böggvisstaðarfjalli. Í samþykktum um hann segir varðandi landnotkun og mannvirkjagerð: "Allar framkvæmdir innan fólkvangsins eru háðar leyfi Dalvíkurbyggðar og Umhverfisstofnunar, sbr. 38. gr. laga um náttúruvernd, nr. 44/1999. Framkvæmdir skulu vera í samræmi við samþykkt skipulag og verndaráætlun, en svæðið skal skipulagt til almennrar útivistar."
Stangveiði Mest lesið Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Úthlutun lokið hjá SVFR Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Ekkert að frétta úr Vífilsstaðavatni Veiði Ytri Rangá ennþá frekar róleg Veiði