Galaxy S III: 9 milljón eintök seld í forpöntunum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 18. maí 2012 11:40 Samsung Galaxy S III, nýjasti snjallsími Samsung, virðist ætla að slá öll met en um 9 milljón eintök af honum hafa selst í forpöntunum. Galaxy snjallsímarnir eru vinsælustu vörur Samsung en fyrirtækið er nú þegar stærsti snjallsímaframleiðandi veraldar. Samsung svipti hulunni af snjallsímanum í Lundúnum fyrr í þessum mánuði. Galaxy S III er knúinn af Exynos 4 Quad örgjörvasamstæðunni en þessi nýstárlega tækni bíður upp á mun meiri vinnsluhraða en áður var hægt. Þá stuðlar örgjörvinn einnig að margfalt betri orkunýtingu. Snertiskjár símans er 4.8 tommur og er hann því nokkuð stærri en á forverum sínum, ásamt því að vera einn stærsti snertiskjár í gjörvallri flóru snjallsíma. Upplausn skjásins er 720 x 1280 og mun hann styðja háskerpu afspilun.Galaxy S III er knúinn af Exynos 4 Quad örgjörvasamstæðunni.mynd/APEn þessi mikla eftirspurn eftir Galaxy S III er ekki aðeins jákvæð fyrir Samsung — hún styrkir einnig stöðu Android-stýrikerfisins á snjallsímamarkaðinum. Rúmur helmingur allra snjallsíma notast við Android en það er framleitt af tæknirisanum Google. Samsung vinnur nú hörðum höndum við að framleiða símana. Talið er að verksmiðjur fyrirtækisins framleiði nú um 5 milljón eintök af Galaxy S III á mánuði. Hægt er að sjá kynningarmyndband fyrir Samsung Galaxy S III hér fyrir ofan. Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Samsung Galaxy S III, nýjasti snjallsími Samsung, virðist ætla að slá öll met en um 9 milljón eintök af honum hafa selst í forpöntunum. Galaxy snjallsímarnir eru vinsælustu vörur Samsung en fyrirtækið er nú þegar stærsti snjallsímaframleiðandi veraldar. Samsung svipti hulunni af snjallsímanum í Lundúnum fyrr í þessum mánuði. Galaxy S III er knúinn af Exynos 4 Quad örgjörvasamstæðunni en þessi nýstárlega tækni bíður upp á mun meiri vinnsluhraða en áður var hægt. Þá stuðlar örgjörvinn einnig að margfalt betri orkunýtingu. Snertiskjár símans er 4.8 tommur og er hann því nokkuð stærri en á forverum sínum, ásamt því að vera einn stærsti snertiskjár í gjörvallri flóru snjallsíma. Upplausn skjásins er 720 x 1280 og mun hann styðja háskerpu afspilun.Galaxy S III er knúinn af Exynos 4 Quad örgjörvasamstæðunni.mynd/APEn þessi mikla eftirspurn eftir Galaxy S III er ekki aðeins jákvæð fyrir Samsung — hún styrkir einnig stöðu Android-stýrikerfisins á snjallsímamarkaðinum. Rúmur helmingur allra snjallsíma notast við Android en það er framleitt af tæknirisanum Google. Samsung vinnur nú hörðum höndum við að framleiða símana. Talið er að verksmiðjur fyrirtækisins framleiði nú um 5 milljón eintök af Galaxy S III á mánuði. Hægt er að sjá kynningarmyndband fyrir Samsung Galaxy S III hér fyrir ofan.
Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira