Galaxy S III: 9 milljón eintök seld í forpöntunum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 18. maí 2012 11:40 Samsung Galaxy S III, nýjasti snjallsími Samsung, virðist ætla að slá öll met en um 9 milljón eintök af honum hafa selst í forpöntunum. Galaxy snjallsímarnir eru vinsælustu vörur Samsung en fyrirtækið er nú þegar stærsti snjallsímaframleiðandi veraldar. Samsung svipti hulunni af snjallsímanum í Lundúnum fyrr í þessum mánuði. Galaxy S III er knúinn af Exynos 4 Quad örgjörvasamstæðunni en þessi nýstárlega tækni bíður upp á mun meiri vinnsluhraða en áður var hægt. Þá stuðlar örgjörvinn einnig að margfalt betri orkunýtingu. Snertiskjár símans er 4.8 tommur og er hann því nokkuð stærri en á forverum sínum, ásamt því að vera einn stærsti snertiskjár í gjörvallri flóru snjallsíma. Upplausn skjásins er 720 x 1280 og mun hann styðja háskerpu afspilun.Galaxy S III er knúinn af Exynos 4 Quad örgjörvasamstæðunni.mynd/APEn þessi mikla eftirspurn eftir Galaxy S III er ekki aðeins jákvæð fyrir Samsung — hún styrkir einnig stöðu Android-stýrikerfisins á snjallsímamarkaðinum. Rúmur helmingur allra snjallsíma notast við Android en það er framleitt af tæknirisanum Google. Samsung vinnur nú hörðum höndum við að framleiða símana. Talið er að verksmiðjur fyrirtækisins framleiði nú um 5 milljón eintök af Galaxy S III á mánuði. Hægt er að sjá kynningarmyndband fyrir Samsung Galaxy S III hér fyrir ofan. Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Samsung Galaxy S III, nýjasti snjallsími Samsung, virðist ætla að slá öll met en um 9 milljón eintök af honum hafa selst í forpöntunum. Galaxy snjallsímarnir eru vinsælustu vörur Samsung en fyrirtækið er nú þegar stærsti snjallsímaframleiðandi veraldar. Samsung svipti hulunni af snjallsímanum í Lundúnum fyrr í þessum mánuði. Galaxy S III er knúinn af Exynos 4 Quad örgjörvasamstæðunni en þessi nýstárlega tækni bíður upp á mun meiri vinnsluhraða en áður var hægt. Þá stuðlar örgjörvinn einnig að margfalt betri orkunýtingu. Snertiskjár símans er 4.8 tommur og er hann því nokkuð stærri en á forverum sínum, ásamt því að vera einn stærsti snertiskjár í gjörvallri flóru snjallsíma. Upplausn skjásins er 720 x 1280 og mun hann styðja háskerpu afspilun.Galaxy S III er knúinn af Exynos 4 Quad örgjörvasamstæðunni.mynd/APEn þessi mikla eftirspurn eftir Galaxy S III er ekki aðeins jákvæð fyrir Samsung — hún styrkir einnig stöðu Android-stýrikerfisins á snjallsímamarkaðinum. Rúmur helmingur allra snjallsíma notast við Android en það er framleitt af tæknirisanum Google. Samsung vinnur nú hörðum höndum við að framleiða símana. Talið er að verksmiðjur fyrirtækisins framleiði nú um 5 milljón eintök af Galaxy S III á mánuði. Hægt er að sjá kynningarmyndband fyrir Samsung Galaxy S III hér fyrir ofan.
Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira