Viðskipti erlent

Skuldastaða evruríkjanna aðalviðfangsefnið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, heilsar hér Francois Hollande, forseta Frakklands.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, heilsar hér Francois Hollande, forseta Frakklands. mynd/ afp.
Búist er við því að skuldastaða evruríkjanna verði aðalviðfangsefni leiðtoga átta helstu iðnríkja, eða svokallaðra G8 ríkja, þegar þeir hittast nærri Washington í Bandaríkjunum í dag. Obama, forseti Bandaríkjanna, og Francois Hollande, nýr forseti Frakklands, munu kynna Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, áherslur sínar í efnahagsmálum. Þá er búist við því að rætt verði um mögulegt brotthvarf Grikklands úr evrusamstarfinu. Fundurinn hófst seint í gærkvöld, að því er fram kemur í fréttum BBC.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×