Fréttaskýring: Söguleg skráning FB á markað Magnús Halldórsson skrifar 4. maí 2012 23:03 Mark Zuckerberg er skráður fyrir eignarhlut í Facebook sem er 25 milljarða dala virði í dag. Það gerir hann að einum af tíu ríkustu mönnum heims. Við skráninguna á markað gætu eignir hans hækkað hratt. Stefnt er að skráningu Facebook á markað 18. maí næstkomandi en samfélagsmiðillinn verður með einkennið FB á markaðsvaktinni í Bandaríkjunum. Skráningin er um margt söguleg en um er að ræða langsamlega umfangsmestu skráningu internetfyrirtækis í sögunni þegar horft er til markaðsvirðis við skráningu. Stjórnendur Facebook, með forstjórann og stærsta eigandann Mark Zuckerberg fremstan í flokki, kynntu skráningarferlið fyrir fjárfestum fyrr í vikunni og kom þá fram að hlutir í félaginu verði verðlagðir á bilinu 28 til 35 dali á hlut en það þýðir að markaðsvirði félagsins er við skráningu áætlað 85 til 95 milljarðar dala, eða sem nemur ríflega þúsund til 1.200 milljörðum króna. Til samanburðar má nefna að hagnaður Facebook í fyrra var einn milljarður dala, og því er markaðsvirði fyrirtækisins áætlað 85 til 95 faldur árlegur hagnaður, sem mörgum finnst vera hátt verð.900 milljónir notenda Notendafjöldi Facebook er gríðarlegur á heimsvísu, eða ríflega 900 milljónir manna. Enginn samfélagsmiðill hefur náð nándar nærri eins mikilli útbreiðslu. Tekjur Facebook hafa vaxið hröðum skrefum og voru 4,2 milljarða dala í fyrra. Eins milljarðs dala hagnaður, af 4,2 milljarða tekjum, hefur sannfært fjárfesta um að rekstrarmódelið sé heilbrigt og miklir möguleikar séu á vexti. Þeir felast fyrst og fremst í ótrúlegu magni markaðsupplýsinga og aðgangs að notendur Facebook, en auglýsendur geta með auðveldum hætti nálgast stóra hópa inn á Facebook sem erfitt hefur verið að nálgast beint til þessa. Facebook hefur ekki nýtt sér þessar leiðir til tekjuöflunar nema að litlu leyti, og því er almennt álitið að efnahagur fyrirtækisins muni vaxa hratt á næstu árum.Google næst á eftir Stærsta skráning netfyrirtækis til þessa er skráning Google árið 2003 en þá var markaðsvirði félagsins 24 milljarða dala. Facebook og Google, sem bæði byggja afkomu sína fyrst og fremst á auglýsingasölu, eru þegar orðnir harðir keppinautar, m.a. á farsímamarkaði. Facebook keypti nýverið myndasamfélagsmiðilinn Instagram fyrir einn milljarða dala, en það var liður í því að stækka notendahóp Facebook í farsímum. Instagram getur tengst Facebook og hefur notendahópurinn ekki síst vaxið sökum þess. Tæplega 500 milljónir manna á heimsvísu nota Facebook einu sinni í mánuði. Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Stefnt er að skráningu Facebook á markað 18. maí næstkomandi en samfélagsmiðillinn verður með einkennið FB á markaðsvaktinni í Bandaríkjunum. Skráningin er um margt söguleg en um er að ræða langsamlega umfangsmestu skráningu internetfyrirtækis í sögunni þegar horft er til markaðsvirðis við skráningu. Stjórnendur Facebook, með forstjórann og stærsta eigandann Mark Zuckerberg fremstan í flokki, kynntu skráningarferlið fyrir fjárfestum fyrr í vikunni og kom þá fram að hlutir í félaginu verði verðlagðir á bilinu 28 til 35 dali á hlut en það þýðir að markaðsvirði félagsins er við skráningu áætlað 85 til 95 milljarðar dala, eða sem nemur ríflega þúsund til 1.200 milljörðum króna. Til samanburðar má nefna að hagnaður Facebook í fyrra var einn milljarður dala, og því er markaðsvirði fyrirtækisins áætlað 85 til 95 faldur árlegur hagnaður, sem mörgum finnst vera hátt verð.900 milljónir notenda Notendafjöldi Facebook er gríðarlegur á heimsvísu, eða ríflega 900 milljónir manna. Enginn samfélagsmiðill hefur náð nándar nærri eins mikilli útbreiðslu. Tekjur Facebook hafa vaxið hröðum skrefum og voru 4,2 milljarða dala í fyrra. Eins milljarðs dala hagnaður, af 4,2 milljarða tekjum, hefur sannfært fjárfesta um að rekstrarmódelið sé heilbrigt og miklir möguleikar séu á vexti. Þeir felast fyrst og fremst í ótrúlegu magni markaðsupplýsinga og aðgangs að notendur Facebook, en auglýsendur geta með auðveldum hætti nálgast stóra hópa inn á Facebook sem erfitt hefur verið að nálgast beint til þessa. Facebook hefur ekki nýtt sér þessar leiðir til tekjuöflunar nema að litlu leyti, og því er almennt álitið að efnahagur fyrirtækisins muni vaxa hratt á næstu árum.Google næst á eftir Stærsta skráning netfyrirtækis til þessa er skráning Google árið 2003 en þá var markaðsvirði félagsins 24 milljarða dala. Facebook og Google, sem bæði byggja afkomu sína fyrst og fremst á auglýsingasölu, eru þegar orðnir harðir keppinautar, m.a. á farsímamarkaði. Facebook keypti nýverið myndasamfélagsmiðilinn Instagram fyrir einn milljarða dala, en það var liður í því að stækka notendahóp Facebook í farsímum. Instagram getur tengst Facebook og hefur notendahópurinn ekki síst vaxið sökum þess. Tæplega 500 milljónir manna á heimsvísu nota Facebook einu sinni í mánuði.
Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira